Velferðarráð

1358. fundur 26. október 2022 kl. 14:00 - 16:23 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Hulda Elma Eysteinsdóttir formaður
  • Lára Halldóra Eiríksdóttir
  • Karl Liljendal Hólmgeirsson
  • Alfa Dröfn Jóhannsdóttir
  • Hermann Ingi Arason
  • Elsa María Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Tinna Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri velferðarsviðs
  • Kristín Birna Kristjánsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Birna Kristjánsdóttir fundarritari
Dagskrá
Tinna Guðmundsdóttir F-Lista sat fundinn í forföllum Málfríðar Stefaníu Þórðardóttur.

1.Fjölsmiðjan - kynning á starfsemi

Málsnúmer 2022100725Vakta málsnúmer

Heimsókn í Fjölsmiðjuna.

Erlingur Kristjánsson forstöðumaður kynnti starfsemina.

2.Samþætting þjónustu barna

Málsnúmer 2021110226Vakta málsnúmer

Kynning á stöðu innleiðingar laga um farsæld barna.

Helga Vilhjálmsdóttir verkefnastjóri innleiðingar og forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið og kynnti málið.

3.Heimilisleysi - staðan á Akureyri

Málsnúmer 2022100805Vakta málsnúmer

Kynning á stöðu heimilislausra á Akureyri í október 2022.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu sat fundinn undir þessum lið og kynnti málið.

4.Sérstakur húsnæðisstuðningur 2022

Málsnúmer 2022100806Vakta málsnúmer

Lagðar fram tillögur um hækkun á tekjuviðmiðum fyrir sérstakan húsnæðisstuðning.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu og Guðni Örn Hauksson húsnæðisfulltrúi sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti hækkun á tekjuviðmiðum sem nemur leiðbeinandi viðmiðum félags- og vinnumálaráðuneytis fyrir sérstakan húsnæðisstuðning og vísar málinu áfram til bæjarráðs.

5.Velferðarstefna 2018-2023

Málsnúmer 2018081103Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað Karólínu Gunnarsdóttur starfandi sviðsstjóra dagsett 26. október 2022 um stöðu verkefna í aðgerðaráætlun velferðarstefnu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 16:23.