Liður 4 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 26. október 2022:
Lagðar fram tillögur um hækkun á tekjuviðmiðum fyrir sérstakan húsnæðisstuðning. Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu og Guðni Örn Hauksson húsnæðisfulltrúi sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti hækkun á tekjuviðmiðum sem nemur leiðbeinandi viðmiðum félags- og vinnumálaráðuneytis fyrir sérstakan húsnæðisstuðning og vísar málinu áfram til bæjarráðs.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu og Guðni Örn Hauksson húsnæðisfulltrúi sátu fundinn undir þessum lið.