Málsnúmer 2018090236Vakta málsnúmer
Í minnisblaði frá Önnu Marit Níelsdóttur forstöðumanni félagsþjónustu fjölskyldusviðs er kynnt fyrirhuguð ferð starfsmanna félagsþjónustunnar til Noregs til að sækja ráðstefnu um þær áskoranir sem stjórnvöld standa frammi fyrir er varðar áfengis- og vímuefnaneyslu. Einnig stendur til að kynna sér það starf sem Hjálpræðisherinn þar er að vinna með fólki í áfengis- og vímuefnavanda.
Nauðsynlegt er að fræðsla um þessi málefni nái einnig til pólitískra fulltrúa.
Karólína Gunnarsdóttir settur sviðsstjóri fjölskyldusviðs sat fundinn undir þessum lið.