Áfangaheimili á Akureyri 2018

Málsnúmer 2018090236

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1284. fundur - 19.09.2018

Lögð var fram greinargerð dagsett 31. ágúst 2018 varðandi áfangaheimili á Akureyri.

Fyrir voru gögn vinnuhóps um áfangaheimili dagsett 6. september 2013 og skýrsla um utangarðsfólk á Akureyri dagsett 15. október 2017.

Katrín Árnadóttir félagsráðgjafi, Anna Hildur Guðmundsdóttir áfengis- og vímuefnaráðgjafi og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu fjölskyldusviðs sátu fundinn undir þessum lið.



Lára Halldóra Eiríksdóttir óskaði eftir að eftirfarandi yrði fært til bókar:

Ótækt er að svo áríðandi mál sem áfangaheimili er, skuli hafa dagað uppi í kerfinu. Rík ástæða er til að tryggja að vinna við áfangaheimili fái tafarlausan framgang og því verði komið á.

Velferðarráð - 1299. fundur - 24.04.2019

Í minnisblaði frá Önnu Marit Níelsdóttur forstöðumanni félagsþjónustu fjölskyldusviðs er kynnt fyrirhuguð ferð starfsmanna félagsþjónustunnar til Noregs til að sækja ráðstefnu um þær áskoranir sem stjórnvöld standa frammi fyrir er varðar áfengis- og vímuefnaneyslu. Einnig stendur til að kynna sér það starf sem Hjálpræðisherinn þar er að vinna með fólki í áfengis- og vímuefnavanda.

Nauðsynlegt er að fræðsla um þessi málefni nái einnig til pólitískra fulltrúa.

Karólína Gunnarsdóttir settur sviðsstjóri fjölskyldusviðs sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir að Dagbjört Pálsdóttir formaður velferðarráðs sæki ráðstefnu til Noregs.