Lögð var fram greinargerð dagsett 31. ágúst 2018 varðandi áfangaheimili á Akureyri.
Fyrir voru gögn vinnuhóps um áfangaheimili dagsett 6. september 2013 og skýrsla um utangarðsfólk á Akureyri dagsett 15. október 2017.
Katrín Árnadóttir félagsráðgjafi, Anna Hildur Guðmundsdóttir áfengis- og vímuefnaráðgjafi og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu fjölskyldusviðs sátu fundinn undir þessum lið.
Lára Halldóra Eiríksdóttir óskaði eftir að eftirfarandi yrði fært til bókar:
Ótækt er að svo áríðandi mál sem áfangaheimili er, skuli hafa dagað uppi í kerfinu. Rík ástæða er til að tryggja að vinna við áfangaheimili fái tafarlausan framgang og því verði komið á.