Málsnúmer 2014100097Vakta málsnúmer
Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA og Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri ÖA sem sat fundinn undir þessum lið, lýstu framvindu við nýsköpunar- og þróunarverkefni á sviði lyfjaumsjónarkerfis sem Þula ehf og Lyfjaverk ehf hafa unnið að síðan 2014 í samstarfi við ÖA.
Garðar Már Birgisson framkvæmdastjóri Þulu, tók þátt í fundinum í gegnum síma og kynnti verkefnið og stöðu þess frá sjónarhóli Þulu - Norrænt hugvit ehf.
Nú stendur yfir lokaáfangi verkefnisins sem varðar innleiðingu rafrænna lyfjakorta en með þeim verkþætti eru tekin ný og merkileg skref í rafvæðingu lyfjaumsjónar hér á landi. Með rafrænum lyfjakortum eykst öryggi í allri umsýslu og einföldun á verkferlum og samskiptum milli starfsfólks og apóteka eða afgreiðslu og skömmtunar lyfja.