Framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar, Halldór S. Guðmundsson, vakti máls á umræðu og framvindu verkefna á sviði velferðartækni. Sem hluti af markmiði Connect verkefnisins og samstarfs við velferðarsvið Reykjavíkur og velferðarráðuneytið, var Halldór með innlegg á málstofu á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga þann 6. október 2017. Þá eru vinnuhópar á vegum fjölskyldusviðs, búsetusviðs og Öldrunarheimila Akureyrar og er ráðgert að halda reglulega stutta samráðs- og kynningarfundi á 2-3 vikna fresti í vetur. Markmið fundanna er að miðla og hvetja til samstarfs og eftirfylgdar verkefna sem eru í gangi eða á byrjunarreit.
Halldór greindi einnig frá áformum um framhald verkefna hjá ÖA svo sem Memaxi, samstarf við Símann um snjöll heimili og notkun tónlistar/spotify í iðju- og félagsstarfi svo nokkuð sé nefnt.