Samskipti og lífsgæði - Memaxi samskiptalausn fyrir notendur í dagþjálfun og tímabundinni dvöl

Málsnúmer 2018010417

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1271. fundur - 07.02.2018

Framkvæmdastjóri ÖA, Halldór S. Guðmundsson, lagði fram og kynnti umsókn og styrkveitingu frá velferðarráðuneytinu til verkefna á sviði nýsköpunar og tækni í velferðarþjónustu. Veittur var styrkur að upphæð kr. 600 þúsund til að innleiða Memaxi samskiptalausn fyrir notendur í dagþjálfun og tímabundinni dvöl, en markmiðið er að styðja þannig við sjálfstæða búsetu og aukin lífsgæði. Niðurstöður úr verkefninu "samfélagshjúkrun/buurtzorg" gáfu vísbendingar um jákvæð áhrif af notkun samskiptalausnarinnar Memaxi á lífsgæði notenda.

Velferðarráð - 1275. fundur - 04.04.2018

Greint frá framvindu nýsköpunar- og þróunarverkefnisins "samskipti og lífsgæði - Memaxi samskiptalausn fyrir notendur í dagþjálfun og tímabundinni dvöl".

Friðný Sigurðardóttir forstöðumaður ÖA sat fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð - 1302. fundur - 05.06.2019

Á síðustu mánuðum hafa Öldrunarheimili Akureyrar unnið að þróunarverkefni með Memaxi um notkun þess í dagþjálfun og annarri þjónustu notenda dagþjálfunar utan ÖA. Verkefnið er m.a. unnið á grundvelli styrks til þróunarverkefnis sem velferðarráðuneytið veitti ÖA.

Nú liggja fyrir áform um að innleiða markvisst og hefja almennari notkun á Memaxi og að gera vinnslusamning samhliða því. Af því tilefni mætti Ingunn Ingimarsdóttir framkvæmdastjóri Memaxi og Erla Björk Helgadóttir starfsmaður í dagþjálfun og kynntu nýjungar og helstu notkunarmöguleika Memaxi, sem verið hafa í þróun og geta nýst þjónustuþegum ÖA, fjölskyldum þeirra og einnig samstarfsaðilum og sviðum sem veita þjónustu til sömu notenda (sjá nánar um á www.memaxi.is og á upplýsingum sem dreift var á fundinum).