Framkvæmdastjóri ÖA, Halldór S. Guðmundsson, lagði fram og kynnti umsókn og styrkveitingu frá velferðarráðuneytinu til verkefna á sviði nýsköpunar og tækni í velferðarþjónustu. Veittur var styrkur að upphæð kr. 600 þúsund til að innleiða Memaxi samskiptalausn fyrir notendur í dagþjálfun og tímabundinni dvöl, en markmiðið er að styðja þannig við sjálfstæða búsetu og aukin lífsgæði. Niðurstöður úr verkefninu "samfélagshjúkrun/buurtzorg" gáfu vísbendingar um jákvæð áhrif af notkun samskiptalausnarinnar Memaxi á lífsgæði notenda.