Lögð fram til kynningar drög að handbók og hagnýtum upplýsingum fyrir ÖA.
Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA, Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri og Þóra Sif Sigurðardóttir forstöðumaður sátu fundinn undir þessum lið, kynntu drögin og vinnu við aðlögun þess að starfsemi ÖA. Ráðgert er að ljúka þessari fyrstu útgáfu handbókarinnar og að hún taki gildi frá 1. maí nk.
Á vettvangi Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) var unnið að gerð handbókar sem ætluð er til að lýsa nánar einstökum þjónustuþáttum öldrunarheimila.
Hjá ÖA hefur verið unnið að uppsetningu handbókarinnar og bætt við skýringum og frávikum sem lúta að aðstæðum og varða þjónustu ÖA gagnvart íbúum og aðstandendum.