Velferðarráð

1258. fundur 06. september 2017 kl. 14:00 - 17:00 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Erla Björg Guðmundsdóttir formaður
  • Róbert Freyr Jónsson
  • Halldóra Kristín Hauksdóttir
  • Svava Þórhildur Hjaltalín
  • Valur Sæmundsson
  • Guðrún Karitas Garðarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðrún Ólafía Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri
  • Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs
  • Anna Bryndís Sigurðardóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Dagbjartsdóttir
Dagskrá

1.Stefnumótun og starfsáætlun velferðarráðs 2014 - 2018

Málsnúmer 2014090101Vakta málsnúmer

Lagðar voru fram starfsáætlanir búsetusviðs, fjölskyldusviðs og Öldrunarheimila Akureyrar.

Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Karólína Gunnarsdóttir forstöðumaður skrifstofu fjölskyldusviðs, Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs og Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar sátu fundinn undir þessum lið.

2.Fjárhagsáætlun 2018 - 2021

Málsnúmer 2017060040Vakta málsnúmer

Farið var yfir vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2018 og gerð grein fyrir stöðu hennar.

Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Karólína Gunnarsdóttir forstöðumaður skrifstofu fjölskyldusviðs, Bryndís Dagbjartsdóttir skrifstofustjóri fjölskyldusviðs, Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs og Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar sátu fundinn undir þessum lið.

3.Velferðarráð - framkvæmdayfirlit 2015 - 2018

Málsnúmer 2015090073Vakta málsnúmer

Lagt var fram minnisblað Guðrúnar Sigurðardóttur sviðsstjóra fjölskyldusviðs og Jóns Hróa Finnssonar sviðsstjóra búsetusviðs dagsett 5. september 2017 um þörf fyrir almennt og sértækt húsnæði á næstu einu til þremur árum.

Karólína Gunnarsdóttir forstöðumaður þjónustudeildar sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir tillögurnar og leggur áherslu á að leitað verði fleiri leiða til að mæta brýnni þörf fyrir hagstætt leiguhúsnæði samanber tillögur í húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar.

4.Velferðartækni - samstarf velferðarsviðs Reykjavíkur og velferðarsviðs Akureyrar

Málsnúmer 2017090039Vakta málsnúmer

Lögð voru fram til kynningar drög að viljayfirlýsingu um samstarf velferðarsviða Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar.

Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs og Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar sátu fundinn undir þessum lið.
Ráðgert er að skrifað verði undir yfirlýsinguna á sameiginlegum fundi velferðarsviðanna.

Fundi slitið - kl. 17:00.