Málsnúmer 2015100006Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar umsókn um styrk til að efla nýsköpun og tækni á sviði velferðarþjónustu, frá Öldrunarheimilum Akureyrarbæjar, búsetudeild Akureyrarbæjar og velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Umsóknin var unnin í samstarfi aðila og send velferðarráðuneytinu 30. desember 2015.
Meðal verkefna sem tilgreind eru í umsókninni er að sveitarfélögin hefji markvisst samstarf um innleiðingu og notkun á rafrænu heimaþjónustukerfi, en Reykjavíkurborg hefur markað sér stefnu um þetta. Soffía Lárusdóttir, framkvæmdastjóri búsetudeildar, lýsti áformum um samstarfið og þróunina sem þarf að eiga sér stað til að taka upp virkt heimaþjónustukerfi.