Ungmennaráð

59. fundur 05. febrúar 2025 kl. 16:00 - 17:00 Rósenborg
Nefndarmenn
  • Aldís Ósk Arnaldsdóttir
  • Bjarki Orrason
  • Fríða Björg Tómasdóttir
  • Heimir Sigurpáll Árnason
  • Íris Ósk Sverrisdóttir
  • Leyla Ósk Jónsdóttir
  • Lilja Dögun Lúðvíksdóttir
  • Ólöf Berglind Guðnadóttir
  • París Anna Bergmann Elvarsd.
  • Rebekka Rut Birgisdóttir
  • Sigmundur Logi Þórðarson
Starfsmenn
  • Hafsteinn Þórðarson umsjónarmaður ungmennaráðs ritaði fundargerð
  • Arnar Már Bjarnason forvarna- og félagsmálafulltrúi
  • Ari Orrason forvarna- og félagsmálafulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafsteinn Þórðarson umsjónarmaður
Dagskrá

1.Ungmennaráð - nýr fulltrúi

Málsnúmer 2023090217Vakta málsnúmer

Nýr fulltrúi var boðinn velkominn á sinn fyrsta fund með ungmennaráði og kjör hans var staðfest.

Nýr fulltrúi er Sigmundur Logi Þórðarson.

2.Stórþing ungmenna 2025

Málsnúmer 2024120083Vakta málsnúmer

Rætt var um Stórþing ungmenna sem fór fram 30. janúar sl. Ungmennaráð fór yfir það sem vel gekk og hvað betur má fara á næsta Stórþingi sem haldið verður árið 2027.

3.Bæjarstjórnarfundur unga fólksins 2025

Málsnúmer 2023030583Vakta málsnúmer

Ungmennaráð hóf undirbúning fyrir bæjarstjórnarfund unga fólksins sem áætlaður er í vor. Rætt um þau málefni sem stóðu upp úr á Stórþingi ungmenna og ættu að vera til til umræðu á bæjarstjórnarfundinum.

4.Barnamenningarhátíð 2025

Málsnúmer 2024090963Vakta málsnúmer

Rætt var um Sumartóna 2025 sem haldnir verða í Hofi í apríl. Menningarfélagið óskaði eftir fulltrúum ungmennaráðs til þess að koma á fund og undirbúa val á tónlistarmanni. Bjarki, Leyla og París tóku að sér verkefnið.

Fundi slitið - kl. 17:00.