Ungmennaráð

53. fundur 07. ágúst 2024 kl. 16:30 - 18:45 Rósenborg
Nefndarmenn
  • Anton Bjarni Bjarkason
  • Elsa Bjarney Viktorsdóttir
  • Felix Hrafn Stefánsson
  • Fríða Björg Tómasdóttir
  • Guðmar Gísli Þrastarson
  • Haukur Arnar Ottesen Pétursson
  • Heimir Sigurpáll Árnason
  • Lilja Dögun Lúðvíksdóttir
  • París Anna Bergmann Elvarsd.
  • Telma Ósk Þórhallsdóttir
Starfsmenn
  • Karen Nóadóttir umsjónarmaður ungmennaráðs ritaði fundargerð
  • Hafsteinn Þórðarson forvarna- og félagsmálafulltrúi
  • Ari Orrason forvarna- og félagsmálafulltrúi
Fundargerð ritaði: Karen Nóadóttir fundarritari
Dagskrá

1.Samþykkt fyrir ungmennaráð

Málsnúmer 2020110627Vakta málsnúmer

Samþykkt Ungmennráðs þarfnast yfirhalningar og er í endurskoðun. Samþykktin sem unnið er út frá í dag er í raun ósamþykkt en margt þar inni sem þarfnast lagfæringar. Ungmennaráð fór yfir drög að nýrri samþykkt, kom með athugasemdir og er skjalið nú tilbúið til samþykktar hjá bæjarstjórn.

2.Ungmennaráð - önnur mál

Málsnúmer 2022120502Vakta málsnúmer

Ungmennaráð mun skrifa skýrslu þar sem farið er yfir helstu atriði síðasta starfsárs, líkt og gert var árið áður. Skýrslan verður gerð aðgengileg á rafrænum vettvangi ráðsins og mun nýtast til úrbóta í starfsemi ráðsins og í kringum það ásamt því að hún hjálpar nýjum fulltrúum að setja sig betur inn í starfið. Ráðið mun skila skýrslunni inn fyrir 21. ágúst nk.

3.Ungmennaráð - bréf um að lögbinda hlutverk ungmennaráða

Málsnúmer 2024080076Vakta málsnúmer

Ungmennaráð ræddi um að skrifa bréf þess efnis að lögbinda hlutverk ungmennaráða í landinu líkt og hefur verið rætt um í tengslum við æskulýðslögin sem eru nú í endurskoðun. Hugmynd kom upp um að gamla og nýja ráðið myndu skrifa bréfið saman og senda frá sér til mennta- og barnamálaráðherra.

4.Ungmennaráð - önnur mál

Málsnúmer 2022120502Vakta málsnúmer

Síðasti fundur ráðsins og orðið var laust. Telma minnti m.a. á mikilvægi þess að fylgja eftir stöðu mála frá bæjarstjórnarfundi unga fólksins og kanna hvort búið væri að samræma verklag nemendaráða grunnskólanna líkt og rætt hafði verið. Öll í ráðinu voru sammála um að þetta yrði skoðað.

Fundi slitið - kl. 18:45.