Málsnúmer 2022120502Vakta málsnúmer
Minnt var á rafrænar undirskriftir fyrir fundargerðir. Flest allir eru með puttann á púlsinum hvað það varðar.
Telma er búin að senda pósta á nemenda- og skólaráðin.
Ungmennaráðið vill óska eftir því að koma inn á bæjarstjórnarfund og tala fyrir því að fá inn áheyrnarfulltrúa í öll ráð. Það myndi t.d. styðja við ráðin þegar þau munu taka upp barnvænt hagsmunamat hjá sér; til að senda mál til umsagnar hjá ungmennaráðinu og leita annarra leiða til að eiga samráð við börn og ungmenni varðandi ýmis málefni og ákvarðanatöku.
Eins þarf að tala fyrir því að þegar mál eru send til kynningar hjá ungmennaráðinu hvort það sé í raun nauðsynlegt, sbr. framlenging á íþróttastefnu Akureyrarbæjar og í þeim tilfellum þar sem það er viðeigandi að þá þurfi frekari gögn að fylgja með eða að einhver aðili komi inn á fund og kynni málið frekar, sbr. niðurstöður QUINT rannsóknarinnar.