Ungmennaráð

46. fundur 10. janúar 2024 kl. 16:00 - 18:15 Rósenborg
Nefndarmenn
  • Anton Bjarni Bjarkason
  • Elsa Bjarney Viktorsdóttir
  • Felix Hrafn Stefánsson
  • Fríða Björg Tómasdóttir
  • Haukur Arnar Ottesen Pétursson
  • Heimir Sigurpáll Árnason
  • Lilja Dögun Lúðvíksdóttir
  • París Anna Bergmann Elvarsd.
  • Telma Ósk Þórhallsdóttir
Starfsmenn
  • Karen Nóadóttir umsjónarmaður ungmennaráðs ritaði fundargerð
  • Hafsteinn Þórðarson forvarna- og félagsmálafulltrúi
Fundargerð ritaði: Karen Nóadóttir umsjónarmaður
Dagskrá

1.Ungmennaráð - önnur mál

Málsnúmer 2022120502Vakta málsnúmer

Minnt var á rafrænar undirskriftir fyrir fundargerðir. Flest allir eru með puttann á púlsinum hvað það varðar.

Telma er búin að senda pósta á nemenda- og skólaráðin.

Ungmennaráðið vill óska eftir því að koma inn á bæjarstjórnarfund og tala fyrir því að fá inn áheyrnarfulltrúa í öll ráð. Það myndi t.d. styðja við ráðin þegar þau munu taka upp barnvænt hagsmunamat hjá sér; til að senda mál til umsagnar hjá ungmennaráðinu og leita annarra leiða til að eiga samráð við börn og ungmenni varðandi ýmis málefni og ákvarðanatöku.

Eins þarf að tala fyrir því að þegar mál eru send til kynningar hjá ungmennaráðinu hvort það sé í raun nauðsynlegt, sbr. framlenging á íþróttastefnu Akureyrarbæjar og í þeim tilfellum þar sem það er viðeigandi að þá þurfi frekari gögn að fylgja með eða að einhver aðili komi inn á fund og kynni málið frekar, sbr. niðurstöður QUINT rannsóknarinnar.

2.Barnvænt sveitarfélag - 8. skref ný markmið og endurmat

Málsnúmer 2022010917Vakta málsnúmer

Hanna Borg Jónsdóttir sérfræðingur í innleiðingu Barnasáttmálans - Barnvæn sveitarfélög hjá UNICEF og Marín Rós Eyjólfsson samskiptastjóri innanlandsteymis tóku samtal við ungmennaráð Akureyrar sem var hluti af úttekt fyrir endurmatsviðurkenningu fyrir Barnvænt sveitarfélag.

3.Knattspyrnufélag Akureyrar - samkomulag vegna stofnun fimleikadeildar KA

Málsnúmer 2023110963Vakta málsnúmer

Ungmennaráð samþykkir niðurstöðu málsins og telur hana eðlilega miðað við stöðu Fimleikafélagsins.

4.Quality in Nordic Teaching QUINT - öndvegissetur um gæði kennslu á Norðurlöndum

Málsnúmer 2023120731Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð fékk kynningu frá Birnu Maríu Svanbjörnsdóttur dósent við kennaradeild HA á niðurstöðum OUINT rannsóknarinnar og sendi málið til ungmennaráðs til kynningar. Engin gögn fylgdu með og því lítið sem ungmennaráð gat unnið út frá eða rætt um málið. Ungmennaráð sendi frá sér bókun um málið.
Ungmennaráð óskar þess að þegar ráð sendir mál til kynningar að þeim ýmist fylgi gögn eða að aðili komi og kynni málið fyrir þeim.

5.Bílastæði við Glerárskóla, Klappir og Árholt

Málsnúmer 2023120628Vakta málsnúmer

Ungmennaráð tók fyrir bréf frá stjórn foreldrafélags Glerárskóla og foreldraráði Klappa vegna bílastæðamála við Glerárskóla, Klappir og Árholt. Ungmennaráð sendi frá sér bókun um málið.
Ungmennaráð tekur undir áhyggjur foreldrafélaganna og skorar á umhverfis- og mannvirkjaráð að ráðast í aðgerðir til að tryggja öryggi barna á svæðinu.

6.Frístundaráð - stefnumótun - íþróttastefna 2017

Málsnúmer 2017020033Vakta málsnúmer

Ungmennaráð samþykkir að Íþróttastefna Akureyrarbæjar og ÍBA 2018-2022 verði framlengd og í gildi þar til Lýðheilsustefna Akureyrarbæjar tekur við.

7.Akstursstyrkir vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna í Hrísey

Málsnúmer 2022110842Vakta málsnúmer

Ungmennaráð tók fyrir mál varðandi akstursstyrki vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna í Hrísey. Ungmennaráð sendi frá sér bókun um málið.
Ungmennaráð gagnrýnir það að styrkurinn sé sá sami óháð fjölda barna á heimilinu sem stunda íþróttir og leggur til að upphæðin verði hækkuð í samræmi við fjölda barna.

8.Íþróttahús Naustaskóla

Málsnúmer 2023120925Vakta málsnúmer

Ungmennaráð tók fyrir mál varðandi breytt vaktafyrirkomulag í íþróttahúsi Naustaskóla. Ungmennaráð sendi frá sér bókun um málið.
Ungmennaráð tekur vel í þessa breytingu svo lengi sem öryggi iðkenda verði tryggt og að aðgengi að búningsklefum sé auðvelt, þ.e. að iðkendur komi ekki að læstum klefum.

9.Ungmennaráð - breytingar í nefndum og kosning áheyrnarfulltrúa 2022

Málsnúmer 2022030297Vakta málsnúmer

Tilkynnt var um breytingar í fræðslu- og lýðheilsuráði.
Lilja Dögun Lúðvíksdóttir er nýr varaáheyrnarfulltrúi í ráðinu. Tekur hún við af Elvu Sól Káradóttur.

Fundi slitið - kl. 18:15.