Ungmennaráð

35. fundur 01. febrúar 2023 kl. 16:00 - 18:00 Íþróttahöllin
Nefndarmenn
  • Anton Bjarni Bjarkason
  • Ásta Sóley Hauksdóttir
  • Elva Sól Káradóttir
  • Erika Arna N. Sigurðardóttir
  • Felix Hrafn Stefánsson
  • Freyja Dögg Ágústudóttir
  • Fríða Björg Tómasdóttir
  • Haukur Arnar Ottesen Pétursson
  • Heimir Sigurpáll Árnason
  • Lilja Dögun Lúðvíksdóttir
  • Telma Ósk Þórhallsdóttir
Starfsmenn
  • Karen Nóadóttir umsjónarmaður ungmennaráðs ritaði fundargerð
  • Arnar Már Bjarnason forvarna- og félagsmálafulltrúi
Fundargerð ritaði: Karen Nóadóttir umsjónarmaður
Dagskrá

1.Síðuskóli - breyting á aðalskipulagi vegna leikskóla og hjúkrunarheimilis

Málsnúmer 2022120392Vakta málsnúmer

Ungmennaráð tók til umsagnar og umræðu tillögu að breytingu á deiliskipulagi Síðuskóla vegna áforma um leikskóla og hjúkrunarheimili.

2.KA svæði Dalsbraut - breyting á deiliskipulagi - umsögn ungmennaráðs

Málsnúmer 2023011148Vakta málsnúmer

Ungmennaráð tók til umsagnar og umræðu tillögu að breytingu á deiliskipulagi KA svæðis, Lundarskóla og Lundarsels.

3.Háskólinn á Akureyri - tillaga á vinnslustigi að breytingu á deiliskipulagi - umsögn ungmennaráðs

Málsnúmer 2023011556Vakta málsnúmer

Ungmennaráð tók til umsagnar tillögu á vinnslustigi að breytingu á deiliskipulagi Háskólans á Akureyri.
Ungmennaráð Akureyrarbæjar tekur vel í vinnslutillöguna og finnst frábært að það sé verið að auka íbúðarmöguleika ungs fólks sem sækir sér menntun til Akureyrar. Einnig er jákvætt að enn verður mikið um græn svæði í kring. Ráðið hefur þó fyrirspurn um hvað verði gert við hundasvæðið og hvort til standi að byggja annað slíkt í bænum.

4.Barnvænt sveitarfélag - 8. skref - stýrihópur

Málsnúmer 2022030625Vakta málsnúmer

Óskað eftir fulltrúum í stýrihóp fyrir barnvænt sveitarfélag.

Þrír fulltrúar eru komnir í hópinn vantar a.m.k. einn í viðbót. Tekið skal tillit til kynjaskiptingar. Engir fulltrúar gáfu kost á sér á þeirri stundu en ætluðu að hugsa málið. Ef enginn fulltrúi býður sig fram mun umsjónarmaður leita út fyrir ráðið og t.d. hafa samband við nemendaráð grunnskólanna.

5.Barnvænt sveitarfélag - 8. skref - ný markmið og endurmat

Málsnúmer 2022010917Vakta málsnúmer

Rætt var um verkefnið Sumartónar 2023.

Ungmennaráð þarf að finna listamann (stjörnu) og ungan heimamann til þess að stíga á svið. Nokkur nöfn voru sett niður á blað og verða borin saman við svör sem eiga eftir að koma frá félagsmiðstöðvunum. Þá vantar tvo fulltrúa úr ráðinu til að vera kynnar og fjóra til þess að sinna dyravörslu. Skipað var í þessi verkefni og munu Felix Hrafn Stefánsson og Freyja Dögg Ágústudóttir vera kynnar og Anton Bjarni Bjarkason, Erika Arna Sigurðardóttir, Haukur Arnar Ottesen Pétursson og Lilja Dögun Lúðvíksdóttir sinna dyravörslu.

6.Stórþing ungmenna 2023

Málsnúmer 2023010395Vakta málsnúmer

Ræddir voru umræðupunktar fyrir Stórþing ungmenna. Farið var yfir þá punkta sem höfðu borist frá nemendaráðum fjögurra grunnskóla.

Fundi slitið - kl. 18:00.