Málsnúmer 2022010917Vakta málsnúmer
Rætt var um verkefnið Sumartónar 2023.
Ungmennaráð þarf að finna listamann (stjörnu) og ungan heimamann til þess að stíga á svið. Nokkur nöfn voru sett niður á blað og verða borin saman við svör sem eiga eftir að koma frá félagsmiðstöðvunum. Þá vantar tvo fulltrúa úr ráðinu til að vera kynnar og fjóra til þess að sinna dyravörslu. Skipað var í þessi verkefni og munu Felix Hrafn Stefánsson og Freyja Dögg Ágústudóttir vera kynnar og Anton Bjarni Bjarkason, Erika Arna Sigurðardóttir, Haukur Arnar Ottesen Pétursson og Lilja Dögun Lúðvíksdóttir sinna dyravörslu.