Rætt var um skipan stýrihóps í verkefninu barnvænt sveitarfélag 2023. Þó nokkrir fulltrúar voru áhugasamir en ekki var tekin endanleg ákvörðun um hverjir þeirra tækju sæti í hópnum. UNICEF mælir með a.m.k. fjórum fulltrúum úr ungmennaráði en hvetur jafnframt til þess að þeir séu fleiri til að skipta bæði fundum og verkefnum á milli sín.
Partur af endurmati og nýrri aðgerðaáætlun skv. þrepum í verkefninu barnvænt sveitarfélag er að mynda stýrihóp (sjá nánar um þrepin í verkefninu hér:
https://barnvaensveitarfelog.is/barnvaen-sveitarfelog/innleidingarferlid/)
Í stýrihópi skulu sitja a.m.k.:
- einn fulltrúi frá hverju sviði sveitarfélagsins
-einn kjörinn fulltrúi frá minnihluta
- einn kjörinn fulltrúi frá meirihluta
- ungmenni úr ungmennaráði (a.m.k. fjögur)
- umsjónarmaður verkefnis.
Einnig er ákjósanlegt að í stýrihópi séu:
- fulltrúar frá sem flestum stofnunum sveitarfélagsins
- fulltrúi frá íbúa- eða foreldrasamtökum.
Nokkur atriði sem stýrihópurinn þarf að vinna að:
- Hafa yfirumsjón með kortlagningu á réttindum og velferð barna innan sveitarfélagsins.
- Meta þörf fyrir fræðslu um verkefnið og réttindi barna innan sveitarfélagsins.
- Gera aðgerðaráætlun sem byggir á gögnum sem safnað er í kortlagningunni, samráðsvettvangi með börnum og ungmennum og svörum sveitarfélagsins við gátlistum barnvænna sveitarfélaga.
- Fylgja eftir framkvæmd aðgerðaáætlunar.
- Miðla upplýsingum um verkefnið og kynna aðgerðaáætlun á auðlesnu formi fyrir börn og ungmenni.
- Skýrslugjöf og samskipti við UNICEF.
Meðlimir stýrihópsins deila skoðunum sínum og reynslu með hópnum, miðla upplýsingum um innleiðingu verkefnisins frá stýrihópnum til samstarfsfólks og fylgja sérstaklega eftir þeim þáttum aðgerðaáætlunarinnar sem snúa að þeirra eigin starfsvettvangi eða sviði innan sveitarfélagsins. Umsjónarmaður verkefnisins situr í stýrihópnum og er sérstakur tengiliður við UNICEF á Íslandi.
Fundaálag hjá stýrihópi er mismikið en gera má ráð fyrir að hann fundi mest í upphafi meðan á stöðumatinu stendur og einnig þegar kemur að gerð aðgerðaáætlunar og skýrslugerð. Gert er ráð fyrir að stýrihópurinn taki til starfa í janúar 2023 og muni í upphafi gera tímalínu yfir verkefni sín næsta árið, sem miðar að því takmarki að Akureyrarbær fái endurviðurkenningu sem barnvænt sveitarfélag 2023.
Nánari upplýsingar er að finna hér um stöðumatið og störf stýrihópsins:
https://barnvaensveitarfelog.is/barnvaen-sveitarfelog/innleidingarferlid/#puzzle2