Ungmennaráð

8. fundur 01. september 2020 kl. 17:00 - 18:30 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Gunnborg Petra Jóhannsdóttir
  • Helga Sóley G. Tulinius
  • Ísabella Sól Ingvarsdóttir
  • Rakel Alda Steinsdóttir
  • Telma Ósk Þórhallsdóttir
  • Þura Björgvinsdóttir
Starfsmenn
  • Hrafnhildur Guðjónsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Hrafnhildur Guðjónsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Fundartími ungmennaráðs

Málsnúmer 2020090080Vakta málsnúmer

Umræður um breytingar á fundartíma.
Ungmennaráð samþykkir breyttan fundartíma.

2.Umboðsmaður barna - hvatning til sveitarfélaga

Málsnúmer 2020080876Vakta málsnúmer

Umboðsmaður barna beinir þeim tilmælum til sveitarfélaga að líta til markmiðs æskulýðslaga um hlutverk og tilgang ungmennaráða og tryggja að í ungmennaráðum eigi eingöngu sæti fulltrúar ungmenna í sveitarfélaginu undir 18 ára aldri þannig að tryggt sé að sjónarmið barna fái vægi í töku ákvarðana og mótun stefnu í málefnum sem varða þau.
Ráðið er sammála tilmælum umboðsmanns barna og rökum. Það telur að þar sem ungmenni 18 ára og eldri hafi kosningarétt þá hafi þau tök á að koma sínum málum á framfæri á þeim vettvangi. Einnig telur ráðið að lækka ætti aldurinn í ungmennaráði í 12 ára til að fá inn álit og skoðanir frá börnum á miðstigi.

3.Barnamenningarhátíð á Akureyri

Málsnúmer 2019030063Vakta málsnúmer

Tillaga um að sýning á verkum grunnskólabarna „Ég vil“ verði sett upp í Sundlaug Akureyrar og að sýningin standi yfir allan október. Tillaga frá starfshópi vegna Barnamenningarhátíðar, að hátíðin standi yfir í heilan mánuð framvegis eins og skipulagið er þetta árið.
Ungmennaráð samþykkir báðar tillögurnar.

4.Ungt fólk og lýðræði 2020

Málsnúmer 2020020129Vakta málsnúmer

UMFÍ leggur til að ráðstefnan verði stytt vegna Covid, að hún standi yfir í einn dag í stað þriggja.

Akureyri á tvö sæti.
Ungmennaráð samþykkir að Rakel Alda Steinsdóttir og Telma Ósk Þórhallsdóttir fari fyrir þeirra hönd. Hrafnhildur Guðjónsdóttir fer með sem starfsmaður ungmennaráðs.


Fundi slitið - kl. 18:30.