Umboðsmaður barna - hvatning til sveitarfélaga

Málsnúmer 2020080876

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð - 8. fundur - 01.09.2020

Umboðsmaður barna beinir þeim tilmælum til sveitarfélaga að líta til markmiðs æskulýðslaga um hlutverk og tilgang ungmennaráða og tryggja að í ungmennaráðum eigi eingöngu sæti fulltrúar ungmenna í sveitarfélaginu undir 18 ára aldri þannig að tryggt sé að sjónarmið barna fái vægi í töku ákvarðana og mótun stefnu í málefnum sem varða þau.
Ráðið er sammála tilmælum umboðsmanns barna og rökum. Það telur að þar sem ungmenni 18 ára og eldri hafi kosningarétt þá hafi þau tök á að koma sínum málum á framfæri á þeim vettvangi. Einnig telur ráðið að lækka ætti aldurinn í ungmennaráði í 12 ára til að fá inn álit og skoðanir frá börnum á miðstigi.

Frístundaráð - 80. fundur - 02.09.2020

Erindi dagsett 26. ágúst 2020 frá umboðsmanni barna um hlutverk og tilgang ungmennaráða sveitarfélaga - hvatning til sveitarfélaga.

Hrafnhildur Guðjónsdóttir verkefnastjóri barnvæns sveitarfélags sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð tekur undir bókun ungmennaráðs frá fundi þeirra 1. september 2020 sem er svohljóðandi:


Ungmennaráð er sammála tilmælum umboðsmanns barna og rökum. Þeir telja að þar sem ungmenni 18 ára og eldri hafa kosningarétt þá hafi þau tök á að koma sínum málum á framfæri á þeim vettvangi. Einnig telja nefndarmenn að lækka ætti aldurinn í ungmennaráði í 11-12 ára til að fá inn álit og skoðanir frá börnum á miðstigi.


Frístundaráð felur starfsmönnum að skoða samþykkt um ungmennaráð Akureyrarbæjar og koma með tillögur að breytingum eða uppfæra í samræmi við bókun.