Umhverfisnefnd

84. fundur 20. ágúst 2013 kl. 16:15 - 17:20 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Hulda Stefánsdóttir formaður
  • Petrea Ósk Sigurðardóttir
  • Kristinn Frímann Árnason
  • Jón Ingi Cæsarsson
  • Ómar Ólafsson
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur
  • Jón Birgir Gunnlaugsson fundarritari
Dagskrá
Í upphafi fundar minntist formaður umhverfisnefndar mannanna tveggja, Péturs Róberts Tryggvasonar og Páls Steindórs Steindórssonar, sem fórust við skyldustörf í hörmulegu flugslysi þann 5. ágúst sl. Pétur Róbert var starfsmaður Slökkviliðs Akureyrar og Páll Steindór starfsmaður Mýflugs og fulltrúi í umhverfisnefnd Akureyrarbæjar.
Umhverfisnefnd vottar fjölskyldum og aðstandendum þeirra dýpstu samúð og bað formaður fundarmenn að minnast Péturs Róberts og Páls Steindórs með mínútu þögn.

1.Garðaúrgangur - gjaldskrá

Málsnúmer 2013080102Vakta málsnúmer

Umræður um hugsanlega gjaldtöku á losun garðaúrgangs.

Umhverfisnefnd felur starfsmönnum að koma með nánari útfærslu á hugsanlegri gjaldtöku vegna garðaúrgangs.

2.Glerárdalur - óheimil efnistaka

Málsnúmer 2013080092Vakta málsnúmer

Forstöðumaður umhverfismála/framkvæmdamiðstöðvar greindi frá þeirri óheimilu efnistöku sem átti sér stað á Glerárdal.

Umhverfisnefnd fordæmir þessa óleyfilegu efnistöku verktaka á Glerárdal og fer fram á að verkkaupi þ.e. Norðurorka sjái til að námunni verið lokað strax í samráði við framkvæmdadeild og frágangur verði með viðunandi hætti. Öll efnistaka í bæjarlandinu er bönnuð nema með sérstöku leyfi bæjaryfirvalda.

3.Hrísey - kerfill og aðrar óæskilegar plöntur í bæjarlandinu

Málsnúmer 2006080025Vakta málsnúmer

Forstöðumaður umhverfismála/framkvæmdamiðstöðvar fór yfir stöðuna í baráttu bæjarins við útbreiðslu kerfils og lúpínu í bæjarlandinu.

Umhverfisnefnd þakkar kynninguna og bendir á nauðsyn þess að halda baráttunni áfram.

4.Miðbær Akureyrar, skipulags- og matslýsing

Málsnúmer 2013060045Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá skipulagsdeild dags. 13. ágúst 2013 þar sem óskað er umsagnar umhverfisnefndar á skipulagslýsingu vegna aðalskipulagsbreytingar í Miðbæ Akureyrar.

Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við skipulagslýsinguna.

5.Samgönguvika 2013

Málsnúmer 2013080093Vakta málsnúmer

Rætt um hvort og þá hvernig nefndin vill standa að samgönguviku.

Umhverfisnefnd felur starfsmönnum að vinna að dagskrá samgönguviku seinnipart septembermánaðar.

Fundi slitið - kl. 17:20.