Skipulags- og matslýsing vegna breytinga á aðalskipulagi er tekur til miðbæjar Akureyrar var auglýst í Dagskránni þann 25. júlí 2013.
Beiðni um umsagnir voru sendar til Heilbrigðiseftirlits NE, Vegagerðarinnar, Hafnarsamlags Norðurlands, Skipulagsstofnunar, umhverfisnefndar Akureyrar og Norðurorku.
Sex umsagnir bárust:
1) Hafnasamlagið dagsett 22. ágúst 2013 sem ekki gerir athugasemd við lýsinguna.
2) Umhverfisnefnd dagsett 20. ágúst 2013 sem ekki gerir athugasemd við lýsinguna.
3) Skipulagsstofnun dagsett 29. ágúst 2013.
a) Ekki kemur fram hvert efnislegt inntak breytingarinnar er, þ.e. tilgangur, markmið og áherslur sveitarstjórnar. Einnig hafa meginforsendur fyrirhugaðs deiliskipulags hafa ekki verið kynntar og þarf því að vinna lýsingu vegna deiliskipulagstillögunnar.
b) Í upptalningu umhverfisviðmiða er sjálfum viðmiðunum ekki lýst.
4) Norðurorka dagsett 29. ágúst 2013.
NO á og rekur tvær dreifistöðvar í miðbænum, við Skipagötu 9 og við Ráðhúsið. Ekki er ljóst hvort dreifistöðin við Skipagötu anna áætlaðri aukningu vegna aukinnar byggðar og gæti stöðin því þurft meira pláss innandyra og lagnaleiðir úti fyrir. Við úthlutun lóða þarf að huga að kvöðum vegna dreifistöðvar. Einnig er bent á að haga þarf skipulagi miðbæjarins þannig að tillit sé tekið til megin stofnæða hita-, rafmagns- og vatnsveitu.
5) Heilbrigðiseftirlit NE dagsett 3. september 2013.
HNE gerir ekki athugasemd við lýsinguna en vekur athygli á mikilvægi hljóðvistar, umferðaröryggis og ráðstafana vegna loftmengunar.
6) Vegagerðin dagsett 11. september 2013, sem ekki gerir athugasemd við lýsinguna.
Lagt fram til kynningar.
Gert er ráð fyrir að haldinn verði kynningarfundur um lýsinguna og deiliskipulagsdrögin í lok júní.