Umhverfisnefnd

55. fundur 20. janúar 2011 kl. 16:15 - 18:25 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Sigmar Arnarsson formaður
  • Páll Steindórsson
  • Kolbrún Sigurgeirsdóttir
  • Petrea Ósk Sigurðardóttir
  • Valdís Anna Jónsdóttir
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson
  • Jón Birgir Gunnlaugsson fundarritari
Dagskrá

1.Óshólmanefnd - fuglatalning

Málsnúmer 2009110125Vakta málsnúmer

Sverrir Thorstensen mætti á fundinn og kynnti niðurstöður fuglatalninga sem gerðar voru á síðastliðnu vori.

Umhverfisnefnd þakkar Sverri fyrir góða kynningu.

2.Norrænt orkusveitarfélag 2011

Málsnúmer 2010100154Vakta málsnúmer

Farið yfir vinnu við gerð umsóknar Akureyrarkaupstaðar í samkeppni um Norrænt orkusveitarfélag.
Sigurður Ingi Friðleifsson framkvæmdastjóri Orkuseturs mætti á fundinn undir þessum lið.

Umhverfisnefnd þakkar Sigurði komuna á fundinn.

3.Endurvinnanlegt hráefni úr grenndargámum - tilboð

Málsnúmer 2010100106Vakta málsnúmer

Farið yfir mögulegan farveg endurvinnsluefna úr grenndargámum.

Málinu frestað að beiðni minnihlutans.

4.Gámasvæði - lengri opnunartími

Málsnúmer 2010120084Vakta málsnúmer

Lögð fram á ný drög að samningi um rekstur gámasvæðis sem meðal annars felur í sér lengri opnunartíma. Áður á dagskrá 16. desember 2010.

Umhverfisnefnd samþykkir samninginn.

5.Móttaka á timbri og fleiri úrgangsflokkum - samningur

Málsnúmer 2010120083Vakta málsnúmer

Lagðar fram tillögur um móttöku og ráðstöfun á timbri.

Lagt er til að halda samningi við Flokkun Eyjafjarðar ehf um móttöku á timbri. Annar úrgangur s.s. garðaúrgangur, gras, jarðvegur, múrbrot og gler verður í umsjá Framkvæmdamiðstöðvar og nýttur til fyllingar við framkvæmdir á vegum Akureyrarkaupstaðar.

6.Sorphirða - útboð

Málsnúmer 2006120023Vakta málsnúmer

Rætt um útboð á sorphirðu fyrir stofnanir og fyrirtæki Akureyrarkaupstaðar.
Töluvert er um að stofnanir bæjarins flokki úrgang að einhverju eða öllu leyti.

Umhverfisnefnd leggur til að allar stofnanir og fyrirtæki Akureyrarkaupstaðar taki upp flokkun á úrgangi sem fellur til við starfsemi þeirra. Flokka skal endurvinnanlegan úrgang og lífrænt sorp. Óendurvinnanlegum úrgangi, sem fer til urðunar, skal halda í lágmarki. Við breytt fyrirkomulag sorphirðu í bænum og í anda Staðardagskrár 21 er mikilvægt að sveitarfélagið sé þátttakandi og sýni gott fordæmi. Lagt er til að innleiðing nýs fyrirkomulags verði lokið á árinu 2011. Umhverfisnefnd vísar málinu til bæjarráðs.

7.Sorpmál - kynningarfundir 2010

Málsnúmer 2010120023Vakta málsnúmer

Helgi Pálsson rekstrarstjóri Gámaþjónustu Norðurlands ehf mætti á fundinn og fór yfir stöðu innleiðingar nýs sorphirðukerfis.

Umhverfisnefnd þakkar Helga fyrir upplýsingar um stöðu innleiðingarinnar á sorphirðukerfinu.

Petrea Ósk Sigurðardóttir B-lista lýsti yfir miklum vonbrigðum með þá seinkun hjá Gámaþjónustu Norðurlands ehf við að afhenda íbúum bæjarins tvískiptar tunnur og ómarkvissa kynningu til bæjarbúa. Petrea Ósk fagnar því að verið sé að bæta úr þeim málum.

Fundi slitið - kl. 18:25.