6. liður í fundargerð umhverfisnefndar dags. 20. janúar 2011:
Rætt um útboð á sorphirðu fyrir stofnanir og fyrirtæki Akureyrarkaupstaðar.
Töluvert er um að stofnanir bæjarins flokki úrgang að einhverju eða öllu leyti.
Umhverfisnefnd leggur til að allar stofnanir og fyrirtæki Akureyrarkaupstaðar taki upp flokkun á úrgangi sem fellur til við starfsemi þeirra. Flokka skal endurvinnanlegan úrgang og lífrænt sorp. Óendurvinnanlegum úrgangi, sem fer til urðunar, skal halda í lágmarki. Við breytt fyrirkomulag sorphirðu í bænum og í anda Staðardagskrár 21 er mikilvægt að sveitarfélagið sé þátttakandi og sýni gott fordæmi. Lagt er til að innleiðing nýs fyrirkomulags verði lokið á árinu 2011.
Umhverfisnefnd vísar málinu til bæjarráðs.
Umhverfisnefnd leggur til að allar stofnanir og fyrirtæki Akureyrarkaupstaðar taki upp flokkun á úrgangi sem fellur til við starfsemi þeirra. Flokka skal endurvinnanlegan úrgang og lífrænt sorp. Óendurvinnanlegum úrgangi, sem fer til urðunar, skal halda í lágmarki. Við breytt fyrirkomulag sorphirðu í bænum og í anda Staðardagskrár 21 er mikilvægt að sveitarfélagið sé þátttakandi og sýni gott fordæmi. Lagt er til að innleiðing nýs fyrirkomulags verði lokið á árinu 2011. Umhverfisnefnd vísar málinu til bæjarráðs.