Málsnúmer 2022110164Vakta málsnúmer
Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar fyrir hönd Akureyrarbæjar óskaði eftir tilboðum í stúku og félagsaðstöðu á félagssvæði KA í febrúar 2024. Um er að ræða byggingu stúku og félagsaðstöðu á félagssvæði KA ásamt frágangi á lóð.
Aðeins barst eitt tilboð í verkið frá Húsheild/Hyrnu ehf. að upphæð kr. 2.091.475.435 eða 16,4% yfir kostnaðaráætlun hönnuða. Kostnaðaráætlun fyrir útboðsverk var kr. 1.796.279.102 með aukaverkum og var tilboð um 295 milljónir yfir áætlun.
Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.