Umhverfis- og mannvirkjaráð

159. fundur 09. apríl 2024 kl. 08:15 - 11:19 Fundarherbergi UMSA
Nefndarmenn
  • Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir formaður
  • Einar Þór Gunnlaugsson
  • Þórhallur Harðarson
  • Óskar Ingi Sigurðsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Jón Hjaltason áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Kjartansson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
  • Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar
  • Georg Fannar Haraldsson verkefnastjóri ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri
Dagskrá
Einar Þór Gunnlaugsson M-lista sat fundinn í forföllum Ingu Dísar Sigurðardóttur.

1.Smáverkaútboð 2024

Málsnúmer 2024011658Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 5. apríl 2024 varðandi opnun tilboða í smáverk fyrir Akureyrarbæ fyrir árin 2024-2026.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðendur í hverjum flokki fyrir sig sem standast útboðskröfur í samræmi við meðfylgjandi minnisblað.

2.Utanhússmálun og múrviðgerðir 2024

Málsnúmer 2024040203Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 4. apríl 2024 varðandi opnun tilboða í utanhússmálun, múrviðgerðir og sílanburð.

Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðendur í hverjum flokki fyrir sig sem standast útboðskröfur í samræmi við meðfylgjandi minnisblað.

3.Félagssvæði KA - stúka, félagsaðstaða og völlur

Málsnúmer 2022110164Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar fyrir hönd Akureyrarbæjar óskaði eftir tilboðum í stúku og félagsaðstöðu á félagssvæði KA í febrúar 2024. Um er að ræða byggingu stúku og félagsaðstöðu á félagssvæði KA ásamt frágangi á lóð.

Aðeins barst eitt tilboð í verkið frá Húsheild/Hyrnu ehf. að upphæð kr. 2.091.475.435 eða 16,4% yfir kostnaðaráætlun hönnuða. Kostnaðaráætlun fyrir útboðsverk var kr. 1.796.279.102 með aukaverkum og var tilboð um 295 milljónir yfir áætlun.

Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir, fyrir sitt leyti, að hafna tilboðinu og að gengið verði til samninga við Húsheild/Hyrnu ehf. á grundvelli endurskoðaðs tilboðs og breyttra verkliða með fyrirvara um að þeir standist útboðskröfur. Heildarupphæð verksamnings verður þá kr. 1.892.159.779 eða án aukaverka kr. 1.780.559.779 og vísar niðurstöðu til afgreiðslu í bæjarráði.


Óskar Ingi Sigurðsson B-lista situr hjá við afgreiðslu málsins.

4.Sundlaug Akureyrar - klórframleiðslubúnaður

Málsnúmer 2024040234Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 4. apríl 2024 varðandi opnun tilboða í klórframleiðslukerfi fyrir sundlaugar Akureyrarbæjar.

Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð frestar ákvörðun til næsta fundar og óskar eftir umsögn frá fræðslu- og lýðheilsuráði hvort setja eigi upp klórframleiðslubúnað í Glerárlaug og sundlauginni í Hrísey.

5.Malbikun 2024 - viðhald og nýframkvæmdir

Málsnúmer 2024021578Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 4. apríl 2024 varðandi opnun tilboða í fræsingu og yfirlögn malbiks og fræsingu á ýmsum stöðum.

Eiríkur Jónasson verkefnastjóri viðhalds gatna sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda Malbikun Akureyrar um fræsingu og yfirlögn malbiks og fræsingu á ýmsum stöðum.

6.Leirustígur - hönnun og framkvæmdir

Málsnúmer 2022021084Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 4. apríl 2024 varðandi endurskoðun á hönnun ljóspolla á Leirustíg.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar sat fundinn undir þessum lið.

7.Frágangur við smábátahöfnina

Málsnúmer 2024040236Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 4. apríl 2024 varðandi grjóthrun við Sandgerðisbót.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar sat fundinn undir þessum lið.

8.Lystigarður - salerni

Málsnúmer 2023060069Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 8. apríl 2024 varðandi gjaldtöku vegna notkunar salerna í Lystigarðinum á Akureyri.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að breyta gjaldskrá vegna gjaldtöku á salernum í Lystigarðinum úr 1 evru í 300 kr. frá og með 1. maí 2024 og vísar gjaldskrárbreytingunni til afgreiðslu í bæjarráði.

Fundi slitið - kl. 11:19.