Sundlaug Akureyrar - klórframleiðslubúnaður

Málsnúmer 2024040234

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 159. fundur - 09.04.2024

Lagt fram minnisblað dagsett 4. apríl 2024 varðandi opnun tilboða í klórframleiðslukerfi fyrir sundlaugar Akureyrarbæjar.

Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð frestar ákvörðun til næsta fundar og óskar eftir umsögn frá fræðslu- og lýðheilsuráði hvort setja eigi upp klórframleiðslubúnað í Glerárlaug og sundlauginni í Hrísey.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 160. fundur - 23.04.2024

Lagt fram minnisblað dagsett 27. mars 2024 varðandi kaup á klórframleiðslubúnaði í Sundlaug Akureyrar.

Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að keypt verði klórframleiðslukerfi í Sundlaug Akureyrar að upphæð kr. 75 milljónir.

Umhverfis- og mannvirkjaráð telur æskilegt, ekki síst til þess að tryggja öryggi starfsfólks, að í kjölfarið verði leitað leiða til þess að koma upp sambærilegu klórframleiðslukerfi í öðrum sundlaugum sveitarfélagsins.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 51. fundur - 29.04.2024

Liður 4 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 9. apríl 2024:

Lagt fram minnisblað dagsett 4. apríl 2024 varðandi opnun tilboða í klórframleiðslukerfi fyrir sundlaugar Akureyrarbæjar.

Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð frestar ákvörðun til næsta fundar og óskar eftir umsögn frá fræðslu- og lýðheilsuráði hvort setja eigi upp klórframleiðslubúnað í Glerárlaug og sundlauginni í Hrísey.


Áheyrnarfulltrúi: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir að kaupa klórframleiðslubúnað í Sundlaug Akureyrar en skoðar á komandi árum að kaupa klórframleiðslubúnað í Glerárlaug og sundlaugina í Hrísey.