Málsnúmer 2022060686Vakta málsnúmer
Liður 7 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 3. október 2022:
Umræður um fjárhagsáætlunarvinnu fræðslu- og lýðheilsusviðs. Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála lagði fram minnisblað varðandi viðhaldsverkefni í íþróttamannvirkjum Akureyrarbæjar sem þarf að taka afstöðu til vegna vinnu við fjárhagsáætlun ráðsins fyrir árið 2023. Áheyrnafulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjórnenda, Dagný Björg Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Ólöf Inga Andrésdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Pollý Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð óskar eftir því við umhverfis- og mannvirkjaráð að farið verði í endurnýjun á lýsingu yfir gervigrasinu í Boganum árið 2023. Fræðslu- og lýðheilsuráð óskar eftir framlagi frá búnaðarsjóði umhverfis- og mannvirkjaráðs árið 2023 til að endurnýja púða í lendingargryfju fimleikasalarins í Íþróttamiðstöð Giljaskóla (að hámarki 12 milljónir) og endurnýjun knattspyrnumarka í Boganum (2 milljónir).