Umhverfis- og mannvirkjaráð

126. fundur 18. október 2022 kl. 08:15 - 11:45 Fundarherbergi UMSA
Nefndarmenn
  • Andri Teitsson formaður
  • Inga Dís Sigurðardóttir
  • Þórhallur Harðarson
  • Gunnar Már Gunnarsson
  • Jón Hjaltason áheyrnarfulltrúi
  • Sindri Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
  • Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri
Dagskrá
Jana Salóme I. Jósepsdóttir V-lista boðaði forföll fyrir sig og varamann sinn.

1.Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs

Málsnúmer 2021101496Vakta málsnúmer

Drög að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026 kynnt fyrir ráðinu en samkvæmt lögum skulu svæðisáætlanir endurskoðaðar á a.m.k. 6 ára fresti.

Ráðist var í endurskoðun á ætlun í samstarfi við sveitarfélög á Norðurlandi eystra og vestra og hefur Stefán Gíslason hjá Environice unnið að endurskoðun. Á fundinum kynnti hann megináherslur áætlunarinnar sem mun gilda frá 2023-2036.

Smári Jónas Lúðvíksson starfsmaður SSNE og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar kynninguna.

2.Snjómokstur 2022-2023

Málsnúmer 2021101632Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 14. október 2022 vegna breytinga á forgangi í snjómokstri og breytinga á snjólosunarsvæðum 2022-2023. Koma breytingarnar til vegna breytinga á strætóleiðum, úthlutun lóða og breyttri notkun þeirra og vegna ábendinga og reynslu fyrri ára.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir breytingar á forgangi og snjólosunarsvæðum í snjómokstri.

3.Skautafélag Akureyrar - beiðni um endurnýjun búnaðar

Málsnúmer 2022060424Vakta málsnúmer

Liður 8 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 3. október 2022:

Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 8. júní 2022 frá Jóni Benedikt Gíslasyni framkvæmdastjóra Skautafélags Akureyrar þar sem óskað er eftir fjármagni til að endurnýja hljóðkerfi Skautahallarinnar. Erindið var áður á dagskrá ráðsins 22. júní 2022 og var þá vísað til fjárhagsáætlunarvinnu ráðsins fyrir árið 2023. Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sat fundinn undir þessum lið. Áheyrnafulltrúar: Geir Kr. Aðalsteinsson fulltrúi ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð óskar eftir því við UMSA að endurnýja hljóðkerfi Skautahallarinnar í tengslum við endurbætur mannvirkisins.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka 6 milljónir króna af Búnaðarkaupasjóði UMSA til þess að endurnýja hljóðkerfi Skautahallarinnar í tengslum við endurbætur mannvirkisins.

4.Fjárhagsáætlun fræðslu- og lýðheilsusviðs 2023-2026 - Íþróttamiðstöð Giljaskóla

Málsnúmer 2022060686Vakta málsnúmer

Liður 7 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 3. október 2022:

Umræður um fjárhagsáætlunarvinnu fræðslu- og lýðheilsusviðs. Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála lagði fram minnisblað varðandi viðhaldsverkefni í íþróttamannvirkjum Akureyrarbæjar sem þarf að taka afstöðu til vegna vinnu við fjárhagsáætlun ráðsins fyrir árið 2023. Áheyrnafulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjórnenda, Dagný Björg Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Ólöf Inga Andrésdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Pollý Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð óskar eftir því við umhverfis- og mannvirkjaráð að farið verði í endurnýjun á lýsingu yfir gervigrasinu í Boganum árið 2023. Fræðslu- og lýðheilsuráð óskar eftir framlagi frá búnaðarsjóði umhverfis- og mannvirkjaráðs árið 2023 til að endurnýja púða í lendingargryfju fimleikasalarins í Íþróttamiðstöð Giljaskóla (að hámarki 12 milljónir) og endurnýjun knattspyrnumarka í Boganum (2 milljónir).
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka 12 milljónir króna af Búnaðarkaupasjóði UMSA til þess að endurnýja púða í lendingargryfju fimleikasalarins í Íþróttamiðstöð Giljaskóla.

5.Fjárhagsáætlun fræðslu- og lýðheilsusviðs 2023-2026 - Boginn

Málsnúmer 2022060686Vakta málsnúmer

Liður 7 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 3. október 2022:

Umræður um fjárhagsáætlunarvinnu fræðslu- og lýðheilsusviðs. Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála lagði fram minnisblað varðandi viðhaldsverkefni í íþróttamannvirkjum Akureyrarbæjar sem þarf að taka afstöðu til vegna vinnu við fjárhagsáætlun ráðsins fyrir árið 2023. Áheyrnafulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjórnenda, Dagný Björg Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Ólöf Inga Andrésdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Pollý Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð óskar eftir því við umhverfis- og mannvirkjaráð að farið verði í endurnýjun á lýsingu yfir gervigrasinu í Boganum árið 2023. Fræðslu- og lýðheilsuráð óskar eftir framlagi frá búnaðarsjóði umhverfis- og mannvirkjaráðs árið 2023 til að endurnýja púða í lendingargryfju fimleikasalarins í Íþróttamiðstöð Giljaskóla (að hámarki 12 milljónir) og endurnýjun knattspyrnumarka í Boganum (2 milljónir).
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka 2 milljónir króna af Búnaðarkaupasjóði UMSA til þess að endurnýja knattspyrnumörk í Boganum.

6.Fjárhagsáætlun UMSA 2023

Málsnúmer 2022080337Vakta málsnúmer

Lagðar fyrir ráðið rekstraráætlannir Hlíðarfjalls, Umhverfismiðstöðvar, Strætisvagna Akureyrar, umhverfis- og sorpmála, Fasteigna Akureyrarbæjar, umferðar- og samgöngumála, Slökkviliðs Akureyrar og skrifstofu umhverfis- og mannvirkjasviðs.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagðar rekstraráætlannir og vísar þeim til bæjarráðs.

7.Áhrif óveðurs 2022

Málsnúmer 2022091354Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 14. október 2022 vegna flóða á Oddeyri og í Sandgerðisbót.

8.Velferðarráð - umsókn í framkvæmdasjóð, bifreiðar

Málsnúmer 2022090806Vakta málsnúmer

Liður 7 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 3. október 2022:

Lagt fram minnisblað dagsett 11. október 2022 þar sem óskað er eftir samþykki velferðarráðs um kaup á bifreiðum fyrir stoðþjónustu velferðarsviðs. Kolbeinn Aðalsteinsson forstöðumaður skrifstofu sat fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykkir beiðnina fyrir sitt leyti og vísar málinu áfram til umhverfis- og mannvirkjaráðs.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir kaup á tveimur bifreiðum að upphæð allt að 10 milljónir króna sem rúmast innan áætlunar búnaðarkaupa.

9.Áætlun um loftgæði 2022-2033 - drög til yfirlestrar

Málsnúmer 2022100521Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að áætlun um loftgæði 2022-2033.

Fyrsta útgáfa áætlunar um loftgæði: "Hreint loft til framtíðar? áætlun um loftgæði á Íslandi 2018-2029" var gefin út í nóvember 2017, áætlun skal endurskoða á fjögurra ára fresti.

Fundi slitið - kl. 11:45.