Umhverfis- og mannvirkjaráð

28. fundur 02. mars 2018 kl. 08:15 - 10:45 Fundarherbergi FAK
Nefndarmenn
  • Eiríkur Jónsson varaformaður
  • Óskar Ingi Sigurðsson
  • Gunnar Gíslason
  • Sæbjörg Sylvía Kristinsdóttir
  • Þorsteinn Hlynur Jónsson
  • Hermann Ingi Arason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar ritaði fundargerð
  • Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda
  • Hildigunnur Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar
Fundargerð ritaði: Dóra Sif Sigtryggsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Óskar Ingi Sigurðsson B-lista mætti í forföllum Ingibjargar Ólafar Isaksen.

1.Compact of Mayors - verkefni umhverfis- og mannvirkjasviðs

Málsnúmer 2018020409Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 18. janúar 2018 frá Vistorku ehf vegna kolefnishlutlausrar Akureyri og þátttöku Akureyrarkaupstaðar í Compact of Mayors.

Guðmundur Haukur Sigurðsson framkvæmdastjóri Vistorku ehf mætti á fundinn og fór yfir málið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að hefja vinnu við verkefnið og felur forstöðumanni umhverfis- og sorpmála að vinna áfram að málinu og leggja kostnaðaráætlun fyrir ráðið á næsta fundi.

2.Festa og loftslagsmarkmið

Málsnúmer 2018020427Vakta málsnúmer

Lögð fram kynning á FESTA Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja í loftslagsmálum og boð þess um aðild Akureyrarkaupstaðar.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka þátt í verkefninu.

3.AkvaFuture - 20.000 tonna laxeldi í lokuðum eldiskvíum í Eyjafirði - beiðni um umsögn

Málsnúmer 2018010406Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 24. janúar 2018 frá Skipulagsstofnun þar sem kemur fram að AkvaFuture hafi sent Skipulagsstofnun tillögu að matsáætlun um 20.000 tonna laxeldi í lokuðum eldiskvíum í Eyjafirði. Óskað er eftir að Akureyrarbær gefi umsögn um tillöguna í samræmi við 2. mgr. 8. gr. laga nr. 106/2000 og 17. gr. reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum. Umsögn óskast send Skipulagsstofnun fyrir 12. febrúar 2018. Einnig lögð fram tillaga að umsögn dagsett 28. febrúar 2018 vegna málsins.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur formanni og forstöðumanni umhverfis- og sorpmála að ganga frá umsögninni í samræmi við framlögð gögn og senda til Skipulagsstofnunar.

Hermann Ingi Arason V-lista óskar bókað:

Allar hugmyndir um eldi sjávardýra hér við land þurfa að koma í kjölfar stefnumótunar og regluverks um framkvæmd slíks. Þar sem slíkt liggur ekki fyrir er ótímabært að hefja vinnu við mat á áhrifum mögulegs eldis á einstökum stöðum s.s. í Eyjafirði.

4.Hreinsun gatna - útboð á götusópun 2018

Málsnúmer 2018020517Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 1. mars 2018 vegna útboðsins.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfis- og sorpmála sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að farið verði í útboð á götusópun til tveggja ára og felur umhverfis- og mannvirkjasviði að skoða áfram kaup á götusóp.

5.SVA - sala á strætisvagni

Málsnúmer 2018030022Vakta málsnúmer

Lögð fram tilboð sem bárust í vagninn.
Umhverfis- og mannvirkjaráð hafnar tilboðunum.

6.Vegagerðin - niðurfelling vega af vegaskrá

Málsnúmer 2012080074Vakta málsnúmer

Lagt fram svarbréf Vegagerðarinnar dagsett 23. febrúar 2018 vegna beiðni Akureyrarbæjar um breytingar á akstursleið á hafnasvæðið sem endar á Fiskitanga samkvæmt núgildandi vegalögum.

7.LED götulýsingarlampar - útboð

Málsnúmer 2016120069Vakta málsnúmer

Lögð fram minnisblöð dagsett 23. og 26. febrúar 2018 um endurnýjun gatnalýsingar og gangbrautalýsingar.

8.Byrgi - kaup á húsnæði

Málsnúmer 2018020496Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar kauptilboð í húsið.

9.Rósenborg - endurbætur vegna stjórnsýslubreytinga

Málsnúmer 2017060095Vakta málsnúmer

Lagt fram skilamat dagsett 28. febrúar 2018 vegna framkvæmdanna.

10.Glerárskóli - breytingar vegna 5 ára deildar

Málsnúmer 2017060090Vakta málsnúmer

Lagt fram skilamat dagsett 28. febrúar 2018 vegna framkvæmdanna.

11.Rangárvallarstígur - framkvæmd

Málsnúmer 2017030078Vakta málsnúmer

Lagt fram skilamat dagsett 1. mars 2018 fyrir framkvæmdina.

Fundi slitið - kl. 10:45.