Erindi dagsett 24. janúar 2018 frá Skipulagsstofnun þar sem kemur fram að AkvaFuture hafi sent Skipulagsstofnun tillögu að matsáætlun um 20.000 tonna laxeldi í lokuðum eldiskvíum í Eyjafirði. Óskað er eftir að Akureyrarbær gefi umsögn um tillöguna í samræmi við 2. mgr. 8. gr. laga nr. 106/2000 og 17. gr. reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum. Umsögn óskast send Skipulagsstofnun fyrir 12. febrúar 2018.
Einnig lagt fram minnisblað dagsett 22. febrúar 2018 vegna málsins.
Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sat fundinn undir þessum lið.