Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar

234. fundur 06. desember 2013 kl. 08:15 - 10:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Hjörleifur H. Herbertsson
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Bjarni Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðgeir Hallur Heimisson áheyrnarfulltrúi
  • Kristín Þóra Kjartansdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðni Helgason
  • Dóra Sif Sigtryggsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dóra Sif Sigtryggsdóttir
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2014 - Fasteignir Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2013090245Vakta málsnúmer

Unnið að fjárhagsáætlanagerð.

2.Staða nýframkvæmda Fasteigna Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2013100289Vakta málsnúmer

Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu nýframkvæmda hjá FA.

3.Hlíð - endurbóta- og viðhaldsáætlun

Málsnúmer 2013120023Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dags. 23. nóvember 2013 frá Halldóri Sigurði Guðmundssyni framkvæmdastjóra Öldrunarheimila Akureyrarbæjar um stofnun vinnuhóps um endurbótaáætlun í Hlíð.

 

4.Lystigarður - kaffihús

Málsnúmer 2010110084Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðuna varðandi erindi dags. 30. október 2013 frá 1912 Veitingum ehf.

Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Njáll Trausti Friðbertsson D-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.
Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar og var það samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum. Hjörleifur Hallgríms Herbertsson L-lista sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
Njáll Trausti Friðbertsson D-lista vék af fundi við umræðu og yfirferð málsins.

 

Húsaleigusamningi milli Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229 og 1912 Veitinga ehf, kt. 480805-0540, hefur nú verið slitið á grundvelli 3. og 11. greinar húsaleigusamningsins dags. 19. júlí 2011.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar felur framkvæmdastjóra og bæjarlögmanni að ganga endanlega frá málum tengdum samningsslitum.

5.Verkfundargerðir FA 2013

Málsnúmer 2013010321Vakta málsnúmer

Eftirfarandi verkfundargerðir lagðar fram á fundinum:
Borgargil 1 - G.Hjálmarsson: 1. og 2. verkfundur dags. 27. nóvember og 3. desember 2013.
Naustaskóli 2. áfangi - SS Byggir ehf: 46. verkfundur dags. 19. nóvember 2013.
Þórunnarstræti 99 - L og S verktakar: 12. og 13. verkfundur dags. 7. og 21. nóvember 2013.

Fundi slitið - kl. 10:00.