Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar

226. fundur 07. júní 2013 kl. 08:15 - 10:42 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Sigríður María Hammer
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Guðgeir Hallur Heimisson áheyrnarfulltrúi
  • Kristín Þóra Kjartansdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir
  • Dóra Sif Sigtryggsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2013 - Fasteignir Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2012090187Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðuna á nýframkvæmdaáætlun Fasteigna Akureyrarbæjar fyrir árið 2013.

2.Búnaðarkaup fyrir skólaárið 2013 - óskað eftir fjárveitingu til búnaðarkaupa í leikskóla, grunnskóla og Tónlistarskólann

Málsnúmer 2013060046Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá skóladeild dags. 4. júní 2013 um fjárveitingu til búnaðarkaupa í skólum og leikskólum.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir búnaðarkaupin að upphæð kr. 15.800.000 skv. framlögðum gögnum.

3.Ráðhús - stigahús á norðurhlið

Málsnúmer 2011040119Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar hugmyndir að stigahúsinu.

4.KA svæði - gervigrasvöllur

Málsnúmer 2012120333Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðuna á framkvæmdunum.

5.Steinnes - beiðni um áframhaldandi leigu á húsinu

Málsnúmer 2013050311Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni frá Níelsi Karlssyni ábúanda í Steinnesi um að framlengja leigusamninginn um 3 ár.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar óskar eftir umsögn íþróttaráðs um málið.

6.Borgargil 1 - 6 íbúðir fyrir fötluð ungmenni

Málsnúmer 2011120037Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðuna á hönnun íbúðanna og kynntur opinn fundur um búsetu fatlaðra ungmenna sem haldinn verður mánudaginn 10. júní nk. kl. 16:30 í bæjarstjórnarsalnum.

7.Úttekt á rekstri Fasteigna Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2013060049Vakta málsnúmer

Kynnt væntanleg úttekt á rekstri Fasteigna Akureyrarbæjar.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar (FA) samþykkir að fá Harald L. Haraldsson, hagfræðing og rekstrarráðgjafa til að gera úttekt á rekstri FA og koma með hugmyndir að hugsanlegum úrbótum. Kostnaður er áætlaður að hámarki kr. 700.000 m.vsk.

Gert er ráð fyrir verklokum (skiladegi skýrslu) 15. júlí 2013.

Stjórn FA felur formanni ásamt framkvæmdastjóra að ganga frá samningi um verkefnið.

8.Innkaupareglur Akureyrarbæjar - endurskoðun 2013

Málsnúmer 2013050314Vakta málsnúmer

Farið yfir innkaupareglur Akureyrarbæjar.

9.Dvergagil 3 - sala eignar

Málsnúmer 2013060099Vakta málsnúmer

Lagt fram tilboð í fasteignina dags. 6. júní 2013.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir tilboðið.

10.Verkfundargerðir FA 2013

Málsnúmer 2013010321Vakta málsnúmer

Eftirfarandi verkfundargerðir lagðar fram á fundinum:
KA svæði gervigrasvöllur - 12. verkfundur dags. 24. maí 2013.

Fundi slitið - kl. 10:42.