- Þjónusta
- Menntun
- Samgöngur og slökkvilið
- Umhverfismál
- Skipulag og byggingarmál
- Framkvæmdir
- Tímabókanir
- Velferð og fjölskyldan
- Stjórnkerfi
- Bæjarstjórn
- Stjórnsýsla
- Akureyri
- Útboð
- Fjármál og tölfræði
- Fyrir fjölmiðla
- Sveitarstjórnarkosningar 2022
- Mannlíf
- Þjónustugátt
- Fréttir
Njáll Trausti Friðbertsson D-lista óskar bókað:
Ég segi mig hér með úr verkefnisliði vegna framkvæmda við nýjan gervigrasvöll á félagssvæði Knattspyrnufélags Akureyrar, þar sem ég tel eðlilegt að meirihluti L-listans skipi sinn fulltrúa i verkefnisliðið í framhaldi af því hver framvinda verkefnisins hefur verið undanfarnar vikur eða frá það hóf sína vinnu. Meðal annars hafa forsvarsmenn L-listans ákveðið að fergja ekki malarpúðann undir vellinum á framkvæmdatíma. Eins og kemur fram í fundargerð (skjal AF-20121220) frá 20. desember. Ég tel að sá stutti framkvæmdatími sem er áætlaður fyrir verkefnið geti leitt til þess að framkvæmdin fari kostnaðarlega fram úr áætlun og standist ekki núverandi tímaáætlun sem komi niður á gæðum verkefnisins þegar til lengri tíma er litið.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að Oddur Helgi Halldórsson L-lista taki sæti í verkefnisliðinu.