Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar

218. fundur 21. desember 2012 kl. 08:15 - 09:30 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Sigríður María Hammer
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Bjarni Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðgeir Hallur Heimisson áheyrnarfulltrúi
  • Kristín Þóra Kjartansdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir
  • Óskar Gísli Sveinsson
  • Dóra Sif Sigtryggsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.KA svæði - gervigrasvöllur

Málsnúmer 2012120333Vakta málsnúmer

Rætt um komandi framkvæmdir við völlinn.

Njáll Trausti Friðbertsson D-lista óskar bókað:

Ég segi mig hér með úr verkefnisliði vegna framkvæmda við nýjan gervigrasvöll á félagssvæði Knattspyrnufélags Akureyrar, þar sem ég tel eðlilegt að meirihluti L-listans skipi sinn fulltrúa i verkefnisliðið í framhaldi af því hver framvinda verkefnisins hefur verið undanfarnar vikur eða frá það hóf sína vinnu. Meðal annars hafa forsvarsmenn L-listans ákveðið að fergja ekki malarpúðann undir vellinum á framkvæmdatíma. Eins og kemur fram í fundargerð (skjal AF-20121220) frá 20. desember. Ég tel að sá stutti framkvæmdatími sem er áætlaður fyrir verkefnið geti leitt til þess að framkvæmdin fari kostnaðarlega fram úr áætlun og standist ekki núverandi tímaáætlun sem komi niður á gæðum verkefnisins þegar til lengri tíma er litið.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að Oddur Helgi Halldórsson L-lista taki sæti í verkefnisliðinu.

2.Ófyrirséð viðhald - útboð 2012

Málsnúmer 2012110178Vakta málsnúmer

Farið yfir niðurstöður opnunar tilboða í ófyrirséð viðhald hjá Fasteignum Akureyrarbæjar.

Oddur Helgi Halldórsson L-lista vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir framlagðar tillögur skv. meðfylgjandi gögnum með fyrirvara um að viðkomandi þjónustuaðilar uppfylli kröfur útboðslýsingarinnar.

Njáll Trausti Friðbertsson D-lista og Sigfús Karlsson B-lista sátu hjá við afgreiðslu á þjónustu blikksmiða.

Fundi slitið - kl. 09:30.