Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar

216. fundur 30. nóvember 2012 kl. 08:15 - 10:15 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Sigríður María Hammer
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Bjarni Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðgeir Hallur Heimisson áheyrnarfulltrúi
  • Kristín Þóra Kjartansdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir
  • Óskar Gísli Sveinsson
  • Dóra Sif Sigtryggsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2013 - Fasteignir Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2012090187Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar samþykkt þriggja ára framkvæmdaáætlun 2013-2016.

2.Lystigarður - kaffihús og minjagripasala

Málsnúmer 2010110084Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar skilamat fyrir framkvæmdina.

3.Naustaskóli 2. áfangi - nýbygging

Málsnúmer 2010090010Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar stöðuskýrsla 4 fyrir framkvæmdina.

4.Naustaskóli - Naustatjörn - umferðar- og bílastæðamál

Málsnúmer 2012110193Vakta málsnúmer

Erindi dags. 22. nóvember 2012 frá hverfisnefnd Naustahverfis þar sem nefndin lýsir yfir miklum áhyggjum af bílaumferð og bílastæðamálum við Naustaskóla og leikskólann Naustatjörn.
Bjarni Sigurðsson áheyrnarfulltrúi A-lista vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar felur framkvæmdastjóra að fara yfir málið með skólastjórnendum og hverfisnefnd í Naustahverfi.

5.Ófyrirséð viðhald - útboð 2012

Málsnúmer 2012110178Vakta málsnúmer

Rætt um væntanlegt útboð á ófyrirséðu viðhaldi hjá Fasteignum Akureyrarbæjar.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að útboðið fari fram samkvæmt framlögðum gögnum.

6.Fasteignir í Hrísey

Málsnúmer 2012110184Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dags. 29. nóvember 2012 varðandi þær fasteignir sem Akureyrarbær á í Hrísey.

7.KA svæði - gervigrasvöllur

Málsnúmer 2012100048Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað dags 28. nóvember 2012 vegna framkvæmdarinnar.

Fundi slitið - kl. 10:15.