Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar

201. fundur 09. desember 2011 kl. 14:00 - 15:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Sigríður María Hammer
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Sigfús Arnar Karlsson
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir
  • Óskar Gísli Sveinsson
  • Dóra Sif Sigtryggsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Kaup eigna af Fasteignasjóði jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

Málsnúmer 2011120034Vakta málsnúmer

Rætt um möguleg kaup á nokkrum eignum.
Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri Búsetudeildar Akureyrarbæjar sat fundinn undir þessum lið.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar felur framkvæmdastjóra að vinna áfram að málinu og kynna það fyrir bæjarráði.

2.Bygging íbúðasambýlis 2012

Málsnúmer 2011120037Vakta málsnúmer

Tekin fyrir beiðni frá félagsmálaráði um tilnefningu fulltrúa stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar í starfshóp til undirbúnings nýbyggingar íbúðasambýlis.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar tilnefnir Odd Helga Halldórsson L-lista sem fulltrúa sinn í starfshópnum.

3.Íþróttahöllin - endurnýjun á bekkjum

Málsnúmer 2011100049Vakta málsnúmer

Farið yfir þau tilboð sem bárust í smíði og uppsetningu á áhorfendabekkjum niður á gólfi í Íþróttahöllinni.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að hafna tilboðunum og felur framkvæmdastjóra að vinna áfram að málinu.

4.Hjúkrunarheimili Vestursíðu 9

Málsnúmer 2011080041Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar stöðuskýrsla 5 dags. 9. desember 2011 fyrir framkvæmdina.




5.Lystigarður - kaffihús og minjagripasala

Málsnúmer 2010110084Vakta málsnúmer

Rætt um tilboðin sem bárust í byggingu hússins.
Njáll Trausti Friðbertsson D-lista vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að gengið verði til samninga við BB Byggingar. Stjórnin leggur á það mikla áherslu að kostnaðaráætlun standist.

Fundi slitið - kl. 15:00.