Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar

195. fundur 16. september 2011 kl. 10:35 - 12:07 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Sigríður María Hammer
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Sigfús Arnar Karlsson
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir
  • Dóra Sif Sigtryggsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Íþróttasvæði Þórs - Þórsstúka - matsbeiðni

Málsnúmer 2011040038Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðuna á málinu.

2.Akureyrarvöllur - endurbætur 2010-2012

Málsnúmer 2010070100Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni frá Gunnari Jónssyni framkvæmdastjóra Knattspyrnufélags Akureyrar um búnaðarkaup fyrir Akureyrarvöll dags. 14. september 2011.

Afgreiðslu frestað.

3.Ráðhús - bifreiðastæði fatlaðra

Málsnúmer 2011030156Vakta málsnúmer

Tekin fyrir vísun bæjarráðs dags. 31. mars 2011 þar sem Bergur Þorri Benjamínsson formaður ferlinefndar fatlaðra hafði bent á knýjandi þörf fyrir að bætt yrði einu upphituðu stæði fyrir fatlaða við Ráðhúsið.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar felur framkvæmdastjóra að vinna áfram að málinu.

4.Lystigarður - kaffihús og minjagripasala

Málsnúmer 2010110084Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðuna á hönnun hússins. Einnig farið yfir niðurstöður verðkönnunar um hönnun á burðarþoli og lögnum. Fimm tilboð bárust í verkefnið:
Verkís hf - kr. 2.259.000
VN ehf - kr. 2.330.000
Opus ehf - kr. 2.940.000
Mannvit hf - kr. 3.012.000
AVH - kr. 3.550.000

Njáll Trausti Friðbertsson D-lista vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að samið verði við lægstbjóðanda, Verkís hf.

5.Leiguíbúðir í Hrísey - framtíðarsýn

Málsnúmer 2011090056Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðuna á þeim leiguíbúðum sem Akureyrarbær á í Hrísey.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að setja þrjár íbúðir við Miðbraut í Hrísey í söluferli.

6.Fjárhagsáætlun 2011 - Fasteignir Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2010090169Vakta málsnúmer

Farið yfir endurskoðaða framkvæmdaáætlun og viðhaldsáætlun Fasteigna Akureyrarbæjar.

Afgreiðslu frestað.

7.Verkfundargerðir FA 2011

Málsnúmer 2011010023Vakta málsnúmer

Eftirfarandi verkfundargerð lögð fram á fundinum:
Hjúkrunarheimili Vestursíðu 9: 4. verkfundur dags. 1. september 2011.

Fundi slitið - kl. 12:07.