Stjórn Akureyrarstofu

163. fundur 14. maí 2014 kl. 16:00 - 18:00 Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Jón Hjaltason
  • Sigmundur Einar Ófeigsson
  • Helena Þuríður Karlsdóttir
  • Hildur Friðriksdóttir
  • Helgi Vilberg Hermannsson áheyrnarfulltrúi
  • Sigfús Arnar Karlsson áheyrnarfulltrúi
  • Unnsteinn Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
Dagskrá

1.Sameining menningarstofnana - viðræður Leikfélags Akureyrar, Menningarfélagsins Hofs og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands

Málsnúmer 2012090021Vakta málsnúmer

Fulltrúar félaganna í stýrihópi viðræðnanna, þau Elín Lýðsdóttir, Soffía Gísladóttir og Þórleifur Björnsson komu á fundinn og fóru yfir stöðu málsins. Fram kom að vinnan er komin af stað en hefur gengið hægar en fulltrúarnir hefðu kosið. Til að hraða ferlinu óskar stýrihópurinn eftir því að stjórn Akureyrarstofu taki tímabundið við hlutverki hans og ljúki þeim fasa sem nú stendur yfir. Í kjölfarið verði niðurstöður kynntar fyrir stýrihópnum og stjórnum félaganna þriggja.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir tillögu fulltrúanna og felur framkvæmdastjóra og formanni að leiða vinnuna fyrir hönd stjórnarinnar og miðar við að henni verði lokið 30. maí nk.

Stjórnin þakkar gestunum fyrir komuna á fundinn.

2.Leikfélag Akureyrar - samningur 2012-2015

Málsnúmer 2013010067Vakta málsnúmer

Vegna beiðni stjórnar LA um að fá að draga úr framleiðslu eigin verka tímabundið þarf að breyta samningi félagsins og Akureyrarbæjar. Stefnt er að því að gera nýjan samning til skamms tíma sem taki á helstu markmiðum og fjármögnun til loka næsta leikárs eða til 31. júlí 2014. Rætt um markmið samningsins að hálfu stjórnar Akureyrarstofu.

3.Móttaka ferðamanna í Akureyrarkirkju - styrkbeiðni 2014

Málsnúmer 2014050083Vakta málsnúmer

Erindi dags. 7. mars 2014, frá Svavari A. Jónssyni og Rafni Sveinssyni f.h. sóknarnefndar Akureyrarkirkju þar sem óskað er eftir styrk til að auka þjónustu við ferðamenn í kirkjunni yfir sumartímann.

Meirihluti stjórnar Akureyrarstofu samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 50.000.

Hildur Friðriksdóttir V-lista óskar bókað:

Þar sem ég tel óeðlilegt að Akureyrarbær leggi til fjármagn til að standa straum af kostnaði við prestsþjónustu greiði ég atkvæði gegn þessari styrkveitingu.

4.Aðalfundur Markaðsstofu Norðurlands 2014

Málsnúmer 2014050058Vakta málsnúmer

Aðalfundur Markaðsstofunnar verður haldinn þann 20. maí 2014. Skipun fulltrúa Akureyrarbæjar á aðalfundinn.

Stjórn Akureyrarstofu felur framkvæmdastjóra að sækja fundinn f.h. stjórnarinnar.

5.Stjórn Akureyrarstofu - rekstraryfirlit 2013

Málsnúmer 2014050030Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar rektrarniðurstaða ársins 2013 fyrir málaflokka stjórnar Akureyrarstofu.

Fundi slitið - kl. 18:00.