Stjórn Akureyrarstofu

147. fundur 24. september 2013 kl. 16:00 - 18:26 Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Jón Hjaltason
  • Sigmundur Einar Ófeigsson
  • Helena Þuríður Karlsdóttir
  • Hildur Friðriksdóttir
  • Helgi Vilberg Hermannsson áheyrnarfulltrúi
  • Sigfús Arnar Karlsson áheyrnarfulltrúi
  • Unnsteinn Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
Dagskrá

1.Akureyrarvaka 2013

Málsnúmer 2013030159Vakta málsnúmer

Hulda Sif Hermannsdóttir verkefnisstjóri viðburða og menningarmála hjá Akureyrarstofu og Jón Gunnar Þórðarson verkefnisstjóri Akureyrarvöku komu á fundinn og fóru yfir framkvæmd hátíðarinnar í ár.

Stjórn Akureyrarstofu óskar aðstandendum hátíðarinnar til hamingju með hversu vel tókst til að þessu sinni og þakkar þeim Huldu Sif og Jóni Gunnari sérstaklega fyrir þeirra þátt í því.

2.Fjárhagsáætlun 2014 - Akureyrarstofa

Málsnúmer 2013080216Vakta málsnúmer

Tekin til afgreiðslu fjárhagsáætlun fyrir menningarmál og atvinnumál fyrir árið 2014.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir fyrirliggjandi áætlun.

3.Menningarfélagið Hof ses - endurnýjun samstarfssamnings félagsins og Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2011030188Vakta málsnúmer

Samningur við Menningarfélagið Hof rennur út í lok yfirstandandi árs. Farið var yfir núgildandi samning með hliðsjón af mögulegum breytingum og samningsmarkmiðum.

4.MATUR-INN 2013 - styrkbeiðni

Málsnúmer 2013090235Vakta málsnúmer

Erindi dags. 8. ágúst 2013 frá Jóhanni Ólafi Halldórssyni f.h. sýningarstjórnar MATUR-INN 2013, þar sem óskað er eftir fjárhagslegum stuðningi við sýninguna. Sýningin fer fram dagana 11. og 12. október nk.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 200.000 til sýningarinnar.

5.Stjórn Akureyrarstofu - rekstraryfirlit 2013

Málsnúmer 2013050004Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir málaflokka Akureyrarstofu fyrir fyrstu 8 mánuði ársins.

Fundi slitið - kl. 18:26.