Málsnúmer 2011110167Vakta málsnúmer
Sem kunnugt er hefur verið samið við ráðgjafafyrirtækið Netspor um vinnu við stefnumótun Akureyrarbæjar í atvinnumálum. Skipuð hefur verið sérstök fagstjórn um verkefnið sem í eiga sæti Fjóla Björk Jónsdóttir aðjunkt við viðskiptadeild HA, Ingibjörg Ringsted framkvæmdastjóri Lostætis Akureyri, Sigmundur Ófeigsson stjórnarmaður í stjórn Akureyrarstofu og Unnsteinn Jónsson áheyrnarfulltrúi í stjórn Akureyrarstofu.
Nú er nýlokið fyrsta fasa vinnunnar sem var að ná saman breiðum hópi sem víðast að úr athafnalífinu til að vinna að svonefndum sviðsmyndum fyrir Akureyri árið 2030. Um 50 manns tóku þátt í þessum fasa, þar sem greindir voru líklegir megindrifkraftar í þróun samfélagsins og dregnar upp ólíkar sviðsmyndir eftir því hvert þeir kraftar toga þróunina. Sviðsmyndirnar verða svo nýttar í hinni eiginlegu stefnumótunarvinnu sem fram fer á vormánuðum en áætlað er að vinnunni ljúki í maí.
Ákveðið að fyrirkomulag verði óbreytt frá því sem verið hefur og að auglýst verði eftir umsóknum um starfslaun.