Málsnúmer 2021031583Vakta málsnúmer
Á fundi stjórnar Akureyrarstofu þann 25. mars sl. kynnti Hlynur Hallsson safnstjóri Listasafnsins á Akureyri hugmynd að varðveislu listaverks eftir listamanninn Margeir Dire Sigurðarson (1985-2019) sem staðsett er í porti neðan veitingastaðarins Rub.
Stjórn Akureyrarstofu lýsti yfir áhuga á þátttöku í að varðveita verkið og fól safnstjóra að ræða við aðstandendur og vini Margeirs og KEA sem er eigandi húsveggjarins um hugsanlegt samstarf.
Hlynur Hallsson safnstjóri gerði grein fyrir framvindu verkefnisins.