Listaverk Margeirs Dire Sigurðarsonar

Málsnúmer 2021031583

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 316. fundur - 25.03.2021

Hlynur Hallsson safnstjóri Listasafnsins á Akureyri kynnti hugmynd að varðveislu listaverks eftir listamanninn Margeir Dire Sigurðarson (1985- 2019) sem staðsett er í porti neðan veitingastaðarins Rub.
Stjórn Akureyrarstofu lýsir yfir áhuga á þátttöku í að varðveita verkið og felur safnstjóra að ræða við aðstandendur og vini Margeirs og KEA sem er eigandi húsveggjarins um hugsanlegt samstarf.

Stjórn Akureyrarstofu - 318. fundur - 06.05.2021

Á fundi stjórnar Akureyrarstofu þann 25. mars sl. kynnti Hlynur Hallsson safnstjóri Listasafnsins á Akureyri hugmynd að varðveislu listaverks eftir listamanninn Margeir Dire Sigurðarson (1985-2019) sem staðsett er í porti neðan veitingastaðarins Rub.

Stjórn Akureyrarstofu lýsti yfir áhuga á þátttöku í að varðveita verkið og fól safnstjóra að ræða við aðstandendur og vini Margeirs og KEA sem er eigandi húsveggjarins um hugsanlegt samstarf.

Hlynur Hallsson safnstjóri gerði grein fyrir framvindu verkefnisins.
Stjórn Akureyrarstofu fagnar þeim jákvæðu viðbrögðum sem safnstjóri hefur fengið við hugmyndinni um endurgerð listaverksins.

Eigandi veggjarins, KEA, hefur ákveðið að leggja kr. 100.000 í verkefnið og Slippfélagið mun gefa efni. Fjölskylda, vinir og velunnarar munu svo koma að endurgerð listaverksins sem verður framkvæmd á Akureyrarvöku í lok ágúst.



Akureyrastofa mun fjármagna endurgerð verkefnsins með framlagi allt að kr. 200.000.