Markaðsstofa Norðurlands hefur óskað eftir því að skilað verði inn lista yfir topp 5 áhersluverkefni sveitarfélagsins í tengslum við áfangastaðaáætlun Norðurlands. Er MN að kalla eftir samskonar upplýsingum frá öðrum sveitarfélögum á Norðurlandi sem svo verða sendar Ferðamálastofu.
Þórgnýr Dýrfjörð deildarstjóri Akureyrarstofu og María Helena Tryggvadóttir verkefnastjóri ferðamála gerðu grein fyrir málinu.
Hrísey og Grímsey, Glerárdalur, Glerárgil, Hlíðarfjall og Krossanesborgir voru meðal þeirra áfangastaða sem komu til umræðu og verkefni tengd hverjum og einum þeirra.