Stjórn Akureyrarstofu

284. fundur 12. september 2019 kl. 14:00 - 17:30 Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
Nefndarmenn
  • Hilda Jana Gísladóttir formaður
  • Anna Fanney Stefánsdóttir
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Finnur Sigurðsson
  • Karl Liljendal Hólmgeirsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
  • Þórgnýr Dýrfjörð deildarstjóri akureyrarstofu
Fundargerð ritaði: Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri Samfélagssviðs
Dagskrá

1.Menningarfélag Akureyrar - rekstur 2018 - 2019

Málsnúmer 2019020044Vakta málsnúmer

Þuríður H. Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri MAk lagði fram drög að ársreikningi MAk.
Stjórn Akureyrarstofu felur sviðsstjóra að koma athugasemdum sem komu fram á fundinum til sviðsstjóra fjársýslusviðs og formanns stjórnar MAk.

2.Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar Akureyrarstofu 2020

Málsnúmer 2019050308Vakta málsnúmer

Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar Akureyrarstofu fyrir árið 2020 lögð fram til samþykktar.

Erindi frá forstöðumanni Héraðsskjalasafnsins fylgdi með þessu erindi þar sem óskað er eftir viðbótarstöðugildi.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við beiðni forstöðumanns Héraðsskjalasafnsins um aukið stöðugildi.



Stjórn Akureyrarstofu samþykkir framlagðar gjaldskrárbreytingar og vísar þeim til bæjarráðs.



Stjórn Akureyrarstofu samþykkir framlagða starfs- og fjárhagsáætlun 2020 og vísar henni til bæjarráðs.

Eva Hrund Einarsdóttir D-lista sat hjá við afgreiðslu.

3.Listasafnið á Akureyri

Málsnúmer 2015060091Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað um stöðu framkvæmda í Listasafninu.
Stjórn Akureyrarstofu óskar eftir að sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs mæti á næsta fund stjórnar.

4.Samfélagssvið - starfsmannamál

Málsnúmer 2018110172Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar samantekt á yfirvinnu í hlutfalli við dagvinnu á kostnaðarstöðvum sem heyra undir stjórn Akureyrarstofu.

Fundi slitið - kl. 17:30.