Stjórn Akureyrarstofu

251. fundur 05. apríl 2018 kl. 16:15 - 19:00 Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
Nefndarmenn
  • Unnar Jónsson formaður
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Hildur Friðriksdóttir
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
  • Þórgnýr Dýrfjörð deildarstjóri Akureyrarstofu
  • Almar Alfreðsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri Samfélagssviðs
Dagskrá
Eva Dögg Fjölnisdóttir áheyrnarfulltrúi Æ-lista boðaði forföll sem og varamaður hennar.

1.Menningarfélag Akureyrar - rekstur 2017 - 2018

Málsnúmer 2018040019Vakta málsnúmer

Á fundinn mætti Þuríður H. Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri MAk og fór yfir 6 mánaða rekstraryfirlit MAk.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar Þuríði fyrir greinargóða kynningu.

2.Menningarfélag Akureyrar - beiðni um kaup á búnaði

Málsnúmer 2016110028Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. mars 2018 frá Þuríði H. Kristjánsdóttur framkvæmdastjóra MAk, þar sem óskað er eftir fjármagni til kaupa á tækjabúnaði vegna hljóðupptöku í Hofi ásamt endunýjun sviðsbúnaðar tækja í Hof og Samkomuhús.

Þuríður H. Kristjánsdóttir sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að fela sviðsstjóra og deildarstjóra Akureyrarstofu að eiga viðræður við umhverfis- og mannvirkjasvið um tækjalista sem liggur til grundvallar beiðni MAk. Málið verður tekið fyrir aftur að þeim loknum.

3.Húsverndarsjóður 2018

Málsnúmer 2018040031Vakta málsnúmer

Farið yfir tillögur faghóps að viðurkenningum Húsverndarsjóðs fyrir endurbætur á eldri húsum og fyrir byggingarlist.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir tillögur faghópsins um hvaða byggingar hljóta viðurkenningarnar. Tilkynnt verður um niðurstöðuna á Vorkomu Akureyrarstofu á sumardaginn fyrsta.

4.Starfslaun listamanna 2018

Málsnúmer 2018040024Vakta málsnúmer

Farið yfir umsóknir um starfslaun listamanna og umsögn faghóps um þær. Alls bárust 14 umsóknir.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir tillögu faghóps um hver skuli hljóta starfslaunin að þessu sinni. Tilkynnt verður um hver fyrir valinu varð á Vorkomu Akureyrarstofu á sumardaginn fyrsta.

5.Heiðursviðurkenningar Menningarsjóðs 2018

Málsnúmer 2018040034Vakta málsnúmer

Umræður um veitingu heiðursviðurkenninga stjórnar Akureyrarstofu á Vorkomunni.
Farið yfir hugmyndir og tillögur um heiðursviðurkenningar Menningarsjóðs árið 2018. Tilkynnt verður um niðurstöður á Vorkomu Akureyrarstofu á sumardaginn fyrsta

6.Upplýsingastefna Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2015110167Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að Upplýsingastefnu Akureyrarbæjar.

Ragnar Hólm Ragnarsson verkefnastjóri kynningarmála sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að vísa drögunum til umsagnar hjá öðrum nefndum og ráðum sveitarfélagsins að teknu tilliti til umræðu og athugasemda sem fram komu á fundinum.

7.Norðurlands Jakinn 2018 - styrkbeiðni

Málsnúmer 2018030230Vakta málsnúmer

Erindi frá Magnúsi Ver Magnússyni f.h. Íslenskra kraftmanna þar sem óskað er eftir styrk vegna aflraunamótsins Norðurlands Jakinn 2018.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 50.000 að því gefnu að verkefnið verði framkvæmt.

Fundi slitið - kl. 19:00.