Málsnúmer 2017040081Vakta málsnúmer
Á fundi bæjarráð þann 19. apríl sl. var tekið fyrir erindi dagsett 10. apríl 2017 frá Þuríði Helgu Kristjánsdóttur framkvæmdastjóra Menningarfélags Akureyrar þar sem hún óskar eftir stuðningi við lýðræðishátíðina Fund fólksins. Hátíðin verður haldin í Hofi dagana 8. og 9. september nk. Óskað er eftir 2ja milljón króna fjárveitingu og yrði framlagið nýtt til kynningarmála, móttöku að kvöldi 8. september auk annarra verkefna í samráði við Akureyrarbæ.
Bæjarráð tók jákvætt í erindið og vísar málinu til umsagnar í stjórn Akureyrarstofu.
Þuríður Helga Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar mætti á fund stjórnar undir þessum lið.
Guðmundur Ármann Sigurjónsson V-lista sat fundinn í forföllum Hildar Friðriksdóttur.
Þórhallur Jónsson D-lista sat fundinn í forföllum Evu Hrundar Einarsdóttur.
Eva Dögg Fjölnisdóttir Æ-lista boðaði forföll sem og varamaður hennar.
Í upphafi fundar leitaði varaformaður afbrigða til að taka inn á fundinn dagskrárlið Viðburðasjóður Hofs sem 2. lið á dagskrá. Var það samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.