Stjórn Akureyrarstofu

230. fundur 27. apríl 2017 kl. 16:15 - 18:04 Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
Nefndarmenn
  • Sigfús Arnar Karlsson varaformaður
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Sædís Gunnarsdóttir
  • Guðmundur Ármann Sigurjónsson
  • Þórhallur Jónsson
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs
  • Þórgnýr Dýrfjörð deildarstjóri Akureyrarstofu ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá
Sædís Gunnarsdóttir S-lista sat fundinn í forföllum Unnars Jónssonar.
Guðmundur Ármann Sigurjónsson V-lista sat fundinn í forföllum Hildar Friðriksdóttur.
Þórhallur Jónsson D-lista sat fundinn í forföllum Evu Hrundar Einarsdóttur.
Eva Dögg Fjölnisdóttir Æ-lista boðaði forföll sem og varamaður hennar.

Í upphafi fundar leitaði varaformaður afbrigða til að taka inn á fundinn dagskrárlið Viðburðasjóður Hofs sem 2. lið á dagskrá. Var það samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.

1.Menningarfélag Akureyrar - fundur fólksins - styrkbeiðni

Málsnúmer 2017040081Vakta málsnúmer

Á fundi bæjarráð þann 19. apríl sl. var tekið fyrir erindi dagsett 10. apríl 2017 frá Þuríði Helgu Kristjánsdóttur framkvæmdastjóra Menningarfélags Akureyrar þar sem hún óskar eftir stuðningi við lýðræðishátíðina Fund fólksins. Hátíðin verður haldin í Hofi dagana 8. og 9. september nk. Óskað er eftir 2ja milljón króna fjárveitingu og yrði framlagið nýtt til kynningarmála, móttöku að kvöldi 8. september auk annarra verkefna í samráði við Akureyrarbæ.

Bæjarráð tók jákvætt í erindið og vísar málinu til umsagnar í stjórn Akureyrarstofu.



Þuríður Helga Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar mætti á fund stjórnar undir þessum lið.

Stjórn Akureyrarstofu fagnar því að Fundur fólksins verði haldinn á Akureyri og hvetur bæjarráð til að leggja málefninu lið.

Jafnframt samþykkir stjórnin að tilnefna Þórgný Dýrfjörð deildarstjóra Akureyrarstofu sem fulltrúa Akureyrarbæjar í verkefnastjórn.

2.Viðburðasjóður Hofs

Málsnúmer 2017040157Vakta málsnúmer

Deildarstjóri Akureyrarstofu, Þórgnýr Dýrfjörð, kynnti hugmyndavinnu um viðburða- eða tónlistarsjóð sem ætlaður er til að styrkja viðburði í Hofi og Samkomuhúsinu.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar Þórgný fyrir kynninguna og felur honum að skila inn tillögu að vinnureglum fyrir Viðburðasjóðs Hofs á næsta fundi stjórnar.

3.Frumkvöðlasetur á Akureyri

Málsnúmer 2015110232Vakta málsnúmer

Föstudaginn 10. mars sl. var undirritaður samningur á milli Akureyrarbæjar og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um rekstur frumkvöðlaseturs á Akureyri. Formleg opnun setursins er fyrirhuguð fimmtudaginn 18. maí nk.

4.Athafna- og nýsköpunarverðlaun Akureyrarbæjar 2017

Málsnúmer 2017020089Vakta málsnúmer

Fyrirhugað er að afhenda athafna- og nýsköpunarverðlaun Akureyrarbæjar þegar frumkvöðlasetur á Akureyri verður formlega opnað þann 18. maí nk. Farið yfir hugmyndir að tilnefningum til verðlaunanna.

5.Akureyrarstofa - atvinnumál

Málsnúmer 2017010556Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri samfélagssviðs og deildarstjóri Akureyrarstofu gerðu grein fyrir fundum þeirra með AFE. Fyrirhugað er að vera með sameiginlegt málþing þann 7. júní nk. Vinnuheiti málþingsins er Störf án staðsetningar.

6.NOVU 2017 - Norrænt vinabæjamót ungmenna 25. júní - 1. júlí í Randers

Málsnúmer 2017030135Vakta málsnúmer

Deildarstjóri Akureyrarstofu gerði grein fyrir málinu.

Fundi slitið - kl. 18:04.