Skólanefnd

5. fundur 02. mars 2015 kl. 13:30 - 15:16 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Bjarki Ármann Oddsson formaður
  • Dagný Þóra Baldursdóttir
  • Siguróli Magni Sigurðsson
  • Hanna Dögg Maronsdóttir
  • Preben Jón Pétursson
  • Anna María Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Soffía Vagnsdóttir fræðslustjóri ritaði fundargerð
  • Hrafnhildur G Sigurðardóttir leikskólafulltrúi
  • Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri
Dagskrá
Hanna Dögg Maronsdóttir D-lista mætti í forföllum Evu Hrundar Einarsdóttur.

1.Ytra mat á grunnskólum - Síðuskóli

Málsnúmer 2014010235Vakta málsnúmer

Ólöf Andrésdóttir skólastjóri Síðuskóla kynnti helstu niðurstöður af ytra mati á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis á Síðuskóla og umbótaáætlun því tengdu sem þegar er farið að vinna eftir.
Skólanefnd þakkar Ólöfu fyrir kynninguna.

2.Sumarlokun leikskóla 2015 - athugasemdir

Málsnúmer 2014120030Vakta málsnúmer

Svar við fyrirspurn í 3. lið fundargerðar viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 12. febrúar 2015.
Varðandi sumarlokanir leikskóla sumarið 2015 er vísað í 2. lið fundargerðar skólanefndar frá 8. desember 2014.
Í langtímaáætlun liggur fyrir samþykkt um að um tveggja vikna sumarlokanir leikskóla verði að ræða. Það gefur svigrúm til um 8-10 vikna tímabils sumarlokana.
Langtímaáætlun er háð fjárhagsáætlun hverju sinni.

3.Skólastefna - endurskoðun

Málsnúmer 2014010001Vakta málsnúmer

Vinnulag við endurskoðun skólastefnu Akureyrarbæjar.
Skólanefnd mun hefja endurskoðun skólastefnu með nokkrum vinnufundum nefndarinnar. Síðan verða aðilar kallaðir að eftir því sem líður á vinnuna.

4.Ungmennaráð - starfsemi

Málsnúmer 2011030133Vakta málsnúmer

Anna Guðlaug Gísladóttir umsjónarmaður ungmennaráðs Akureyrar kynnti hlutverk ráðsins og helstu verkefni.
Skólanefnd þakkar Önnu Guðlaugu fyrir góða kynningu á starfsemi ráðsins.

5.Sparkvellir/upphitun - athugasemdir

Málsnúmer 2015010188Vakta málsnúmer

Svar við fyrirspurn í 3. lið fundargerðar viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 15. janúar 2015 um upphitun sparkvalla.
Allir sparkvellir Akureyrarbæjar eru upphitaðir allt árið. Ef mikið hefur snjóað og tíðarfar erfitt, hefur snjóbræðslan ekki undan.

Fundi slitið - kl. 15:16.