Ytra mat á grunnskólum - Síðuskóli

Málsnúmer 2014010235

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 3. fundur - 03.02.2014

Lagt fram til kynningar erindi dags. 15. janúar 2014 frá Námsmatsstofnun. Þar er tilkynnt um að Síðuskóli á Akureyri sé í hópi þeirra 10 skóla sem hafa verið valdir í samstarfsverkefni mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga, um mat og eftirlit með skólastarfi í samræmi við ákvæði grunnskólalaga þar að lútandi. Fram kemur að starf skólans verður metið á tímabilinu september til desember 2014.

 

Skólanefnd - 5. fundur - 02.03.2015

Ólöf Andrésdóttir skólastjóri Síðuskóla kynnti helstu niðurstöður af ytra mati á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis á Síðuskóla og umbótaáætlun því tengdu sem þegar er farið að vinna eftir.
Skólanefnd þakkar Ólöfu fyrir kynninguna.