Skólanefnd

9. fundur 07. maí 2012 kl. 14:00 - 17:00 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Sigríður María Hammer varaformaður
  • Anna Sjöfn Jónasdóttir
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Helgi Vilberg Hermannsson
  • Logi Már Einarsson
  • Gerður Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Hjörtur Narfason áheyrnarfulltrúi
  • Ingibjörg Salóme Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Hrafnhildur G Sigurðardóttir leikskólafulltrúi
  • Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri
  • Jóhannes Gunnar Bjarnason fulltrúi grunnskólakennara
  • Vilborg Þórarinsdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna
  • Kristlaug Þ Svavarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra
  • Rannveig Jóhannsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna
  • Helga María Harðardóttir fulltrúi leikskólakennara
  • Gunnar Gíslason fræðslustjóri ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Gunnar Gíslason fræðslustjóri
Dagskrá
Ólafur Thoroddsen fulltrúi skólastjóra boðaði forföll.

1.Innritun í leikskóla 2012

Málsnúmer 2012010078Vakta málsnúmer

Sesselja Sigurðardóttir leikskólaráðgjafi mætti á fundinn undir þessum lið og fór yfir stöðuna við innritun barna í leikskóla. Þar kemur m.a. fram að alls var sótt um nýskráningar eða flutning milli leikskóla fyrir 381 barn sem fædd eru árið 2010 og fyrr. Af þeim fengu 328 foreldrar tilboð um leikskóla sem þeir settu í 1. sæti eða um tímasetningu sem þeir óskuðu eftir. Með tímasetningu er átt við að foreldrar óskuðu eftir plássi í leikskólum sem buðu upp á vorpláss, þrátt fyrir að þeir skólar hafi ekki verið settir í 1. sæti á umsókn fyrir barn.
Af þeim 53 umsóknum sem eftir voru, var hægt að innrita 12 börn í skóla sem foreldrar settu sem varaskóla á umsókn eða óskuðu sérstaklega eftir af öðrum ástæðum.
Þá var 41 umsókn eftir. Hægt var að bjóða þeim foreldrum val um innritun í 5 skóla fyrir börn sín. Þar af komust 25 börn inn í þá skóla sem þeir völdu fyrir börn sín. 10 foreldrar hafa óskað eftir að bíða eftir að pláss losni í skólum sem þeir settu í 1. sæti og 6 foreldrar hafa enn ekki fengið úrlausn sinna mála. Haft verður samband við þá til að bjóða þeim aðrar lausnir en þeir voru búnir að velja.
Alls er gert ráð fyrir að laus verði um 20 rými í 3 leikskólum eftir að búið er að ganga frá innritun þessara barna.
Alls hafa borist 45 umsóknir fyrir börn sem ekki eru skráð með lögheimili í sveitarfélaginu. Gera má ráð fyrir að stór hluti þeirra flytjist til sveitarfélagsins. Búið er að hafa samband við foreldra þessara barna með tölvupósti þar sem þeir eru beðnir um að staðfesta umsóknir sínar eða tilkynna séu þeir hættir við flutning.

Skólanefnd þakkar Sesselju fyrir yfirlitið.

2.Viðurkenningar skólanefndar 2012

Málsnúmer 2012050030Vakta málsnúmer

Auglýst hefur verið eftir tilnefningum til viðurkenninga skólanefndar árið 2012. Fyrir fundinum lá að tilnefna fulltrúa í valnefnd og ákveða dagsetningu uppskeruhátíðar, þar sem viðurkenningar verða afhentar.

Skólanefnd samþykkir að tilnefna Helga Vilberg Hermannsson sem sinn fulltrúa og að uppskeruhátíðin verði fimmtudaginn 31. maí nk.

3.Námsleyfi fræðslustjóra

Málsnúmer 2012010249Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri mætti á fundinn og fór yfir umsóknarlistann og feril málsins. Alls bárust 11 umsóknir en 10 stóðu eftir þegar ákveðið var að birta nöfn umsækjenda en þeir voru:
Arnfríður Kjartansdóttir, Akureyri
Geir Hólmarsson, Akureyri
Haraldur Dean Nelson, Reykjavík
Jóhann Hjaltdal Þorsteinsson, Akureyri
Karl Erlendsson, Akureyri
Karl Frímannsson, Eyjafjarðarsveit
Kristín Jóhannesdóttir, Akureyri
Lilja Margrét Hreiðarsdóttir, Garðabær
María Stefánsdóttir, Akureyri
Sara Halldórsdóttir, Akureyri
Bæjarstjóri lagði fram tillögu um að Karl Frímannsson skólastjóri í Hrafnagilsskóla, yrði ráðinn í starf fræðslustjóra til eins árs frá 15. júní næstkomandi.

Meirihluti skólanefndar samþykkir tillögu bæjarstjóra en Logi Már Einarsson S-lista og Helgi Vilberg Hermannsson A-lista sitja hjá.

 

Gerður Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi B-lista óskaði eftir því að eftirfarandi yrði bókað:

"Ég mótmæli harðlega þeim vinnubrögðum sem viðhöfð hafa verið við afgreiðslu þessa máls. Í samþykkt um skólanefnd 11. grein segir: "Bæjarstjóri ræður fræðslustjóra, sem er yfirmaður skóladeildar, að fenginni umsögn skólanefndar. Að fenginni umsögn skólanefndar ræður fræðslustjóri í umboði bæjarstjórnar skóla­stjóra grunnskóla sbr. lög um grunnskóla nr. 91/2008 og leikskólastjóra og aðra forstöðu­menn sem undir hann heyra. Fræðslustjóri, skólastjórar og forstöðumenn ráða aðra starfsmenn." Skólanefnd hefur aldrei fjallað um þessa ráðningu og hefur því ekki fengið tækifæri til að gefa umsögn til bæjarstjóra. Skólanefnd fékk ekki upplýsingar um nöfn umsækjenda fyrr en þau birtust í fjölmiðlum. Afgreiðsla þessa máls er því alvarlegt brot á þeirri samþykkt sem skólanefnd ber að vinna eftir."

4.Lundarsel - Fjölgun rýma og mötuneytismál

Málsnúmer 2012050029Vakta málsnúmer

Erindi frá Björgu Sigurvinsdóttur leikskólastjóra Lundarsels þar sem óskað er eftir því að fá tvær færanlegar kennslustofur sem nú eru á lóð Lundarskóla fluttar á lóð Lundarsels svo hægt sé að fjölga þar rýmum fyrir börn og gera aðgengi betra að þessum húsum. Síðast liðið ár hefur Lundarsel verið að nýta annað þessara húsa þar sem það er staðsett á lóð Lundarskóla, en það þykir frekar óhentugt af ýmsum ástæðum sem tilgreindar eru í erindinu.

Skólanefnd samþykkir að fela fræðslustjóra og leikskólafulltrúa að vinna áfram að málinu í samræmi við erindið.

5.Fræðslu- og uppeldismál - rekstur 2012

Málsnúmer 2012050017Vakta málsnúmer

Fyrir fundinn var lagt til kynningar rekstraruppgjör fyrir fyrstu 3 mánuði ársins. Þar kemur fram að hagræðing í mötuneytum leikskóla hefur ekki gengið eftir og stefnir því í hallarekstur á málaflokknum að öllu óbreyttu.

6.Tónlistarskólinn á Akureyri - gjaldskrá og innheimtumál

Málsnúmer 2012050028Vakta málsnúmer

Ódags. erindi frá stjórn Tónlistarskólans á Akureyri þar sem lagt er til að gjaldskrá skólans verði tekin til endurskoðunar til að draga úr þeim mikla mun sem t.d. er á gjöldum vegna grunnnáms og framhaldsnáms. Þá er óskað eftir afstöðu skólanefndar til innritunar nemenda sem eru í verulegum vanskilum með námsgjöld.
Hjörleifur Örn Jónsson skólastjóri og Kolbrún Jónsdóttir aðstoðarskólastjóri sátu fundinn undir þessum lið.

Skólanefnd telur eðlilegt að sömu reglur um innheimtu gjalda gildi um Tónlistarskólann á Akureyri og leikskóla og frístund grunnskóla á Akureyri. Ákvörðun um breytingar á gjaldskrá er frestað.

7.Tónlistarskólinn á Akureyri - skipulagsbreytingar

Málsnúmer 2012050027Vakta málsnúmer

Ódags. erindi frá stjórn Tónlistarskólans á Akureyri þar sem óskað var eftir afstöðu skólanefndar til tillagna um að nemendum verði óheimilt að stunda nám á fleiri en eitt hljóðfæri við skólann og að staða trommusetts-kennara verði lögð niður. Ástæður þessara tillagna eru að gera þarf breytingar til að lækka kostnað við rekstur skólans þar sem ákvörðun var tekin um það í fjárhagsáætlun ársins 2012 að skólinn yrði frá hausti að hagræða fyrir þeim kostnaðarauka sem varð af því ákvæði í kjarasamningi, sem samþykktur var á árinu 2011, að greiða skuli álag til kennara vegna nemenda sem eru í hálfu námi og álag vegna hópkennslu.
Hjörleifur Örn Jónsson skólastjóri og Kolbrún Jónsdóttir aðstoðarskólastjóri sátu fundinn undir þessum lið.

Skólanefnd styður þær skipulagsbreytingar sem lagðar eru til í erindinu, en óskar eftir því að fyrir skólanefnd verði lagðar viðmiðunarreglur til staðfestingar, um það hvaða nemendum standi til boða að stunda tvöfalt nám við skólann.

8.Sameinaður leikskóli - Pálmholt og Flúðir

Málsnúmer 2012050019Vakta málsnúmer

Fyrir fundinn voru lögð til kynningar bréf sem send hafa verið til foreldra og starfsmanna í leikskólunum vegna sameiningar þeirra. Þá var einnig lögð fram til kynningar auglýsing eftir nýjum leikskólastjóra við sameinaðan skóla.

9.Skóladagar - skipting í kennsludaga og aðra skóladaga - túlkun Mennta- og menningarmálaráðuneytis.

Málsnúmer 2012040098Vakta málsnúmer

Erindi dags. 18. apríl 2012 frá Erlu Ósk Guðjónsdóttur á Skrifstofu menntamála hjá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu þar sem vakin er athygli á svari ráðuneytisins, dags. 16. apríl 2012, sem svar við beiðni um túlkun á nokkrum álitaefnum sem lúta að skiptingu skóladaga í grunnskólum milli kennsludaga og annarra skóladaga.

Skólanefnd samþykkir að fela fræðslustjóra að óska eftir rökstuðningi við það ákvæði úrskurðarins að ekki megi tvítelja skóladaga í skóladagatali grunnskóla, þar sem nemendur eru sem svarar tvöföldum tíma sínum í skólanum þá daga.

10.Starfsáætlanir leikskóla 2012-2013

Málsnúmer 2012020195Vakta málsnúmer

Fyrir fundinn voru lögð skóladagatöl leikskóla Akureyrarbæjar til staðfestingar. Foreldraráð hafa í öllum tilvikum fjallað um og samþykkt skóladagatölin.

Skólanefnd staðfestir fyrirliggjandi skóladagatöl.

11.Starfsáætlanir grunnskóla 2012-2013

Málsnúmer 2012020196Vakta málsnúmer

Fyrir fundinn voru lögð skóladagatöl grunnskóla og Tónlistarskólans á Akureyri fyrir árið 2012-2013 til staðfestingar. Fram kom að þau uppfylla viðmið skólanefndar og hafa verið tekin fyrir og staðfest í skólaráðum grunnskólanna.

Skólanefnd staðfestir fyrirliggjandi skóladagatöl.

12.Móttaka innlytjenda á skólaaldri í grunnskóla Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2012050018Vakta málsnúmer

Fyrir fundinn var lagt til kynningar erindsbréf starfshóps sem hefur það verkefni að endurskoða fyrirkomulag á mótttöku og þjónustu við börn innflytjenda á Akureyri með það að leiðarljósi að leggja af móttökudeild í Oddeyrarskóla og efla þjónustuna í öllum grunnskólunum á móti.

Fundi slitið - kl. 17:00.