2. liður í fundargerð skólanefndar dags. 25. júní 2012:
Sesselja Sigurðardóttir leikskólaráðgjafi kom á fundinn og gerði grein fyrir stöðu innritunar í leikaskóla 2012 eins og hún liggur fyrir nú í lok júní.
Búið er að innrita 292 börn af árgangi 2010 í leikskólana. Í dag eru skráð 328 börn með lögheimili á Akureyri, voru 316 í janúar 2012. Skráðum börnum á leikskólaaldri hefur fjölgað úr 1132 í janúar 2012 í 1141 nú í júní.
Alls eru 14 börn nú á biðlista, tveggja ára og eldri, sem bíða eftir svari um leikskólapláss. Gera má ráð fyrir að bæta þurfi við 1,0 stöðugildi til að hægt verði að anna þeirri eftirspurn. Kostnaðurinn nemur um 1.5 millj. frá 1. sept. til loka ársins eða um 4,5 millj. á ársgrundvelli. Ennþá eru að berast umsóknir um leikskólapláss svo hugsanlega má búast við að fleiri börn bætist í hópinn þegar fram líða stundir.
Óskað er eftir heimild til að ráða í 1,0 stöðugildi til að anna eftirspurn eftir leikskólaplássum fyrir tveggja ára og eldri.
Skólanefnd samþykkir að óska eftir því við bæjarráð að fá aukafjárveitingu að upphæð 1,5 millj. til að ráða í viðbótastöðu starfsmanns í leikskóla.
Skólanefnd þakkar Sesselju fyrir upplýsingarnar.