Málsnúmer 2011040147Vakta málsnúmer
Erindi dags. 3. júní 2011 frá skólastjóra Naustatjarnar. Óskað er eftir breytingu á skóladagatali leikskólans fyrir næsta starfsár. Breytingar fela það í sér að færa kennarafund sem áætlaður var eftir hádegi 26. ágúst til 22. ágúst ásamt því að fá að loka leikskólanum einnig fyrir hádegi þennan dag vegna námskeiðs sem áætlað er allan daginn í Jákvæðum aga, en leikskólinn er í samstarfi við Naustaskóla um þetta verkefni. Leitað hefur verið samþykkis foreldraráðs og liggur það fyrir.
Þá er óskað eftir því að skipulagsdagur 5. mars verði fluttur til 18. apríl, til þess að ná samfelldri þriggja daga lokun leikskólans svo tækifæri gefist fyrir starfsmenn leikskólans til að fara í náms- og kynnisferð sem staðið hefur til um nokkurt skeið að fara í.
Skólanefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti.