Erindi dags. 21. júní 2011 frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu þar sem fram kemur að á síðasta skólaári hafi ráðuneytinu borist upplýsingar og ábendingar um að forfallakennslu í grunnskólum hafi víða ekki verið sinnt með fullnægjandi hætti.
Ráðuneytið vill með erindi þessu vekja athygli á mikilvægi þess að sveitarfélög og skólar forgangsraði í þágu grunnmenntunar og velferðar barna og skerði ekki lögbundinn kennslutíma nemenda.
Ráðuneytið hvetur þess vegna grunnskóla til að taka skipulag forfallakennslu til umfjöllunar í skólaráðum.
Skólanefnd samþykkir að fela fræðslustjóra að afla upplýsinga um það hve margar kennslustundir voru felldar niður vegna forfalla á sl. skólaári og skiptingu þeirra milli greina.