Skólanefnd

1. fundur 09. janúar 2012 kl. 14:00 - 16:01 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Preben Jón Pétursson varaformaður
  • Anna Sjöfn Jónasdóttir
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Helgi Vilberg Hermannsson
  • Logi Már Einarsson
Starfsmenn
  • Hrafnhildur G Sigurðardóttir leikskólafulltrúi
  • Gunnar Gíslason fræðslustjóri ritaði fundargerð
Dagskrá

1.Sumarlokun leikskóla í Akureyrarbæ 2012

Málsnúmer 2011120006Vakta málsnúmer

Fyrir fundinn voru lagðar niðurstöður frá starfsmannafundum leikskólanna og foreldraráðum um hugmyndir og tillögur að sumarlokun leikskólanna, sem skólanefnd samþykkti að senda til þeirra til umsagnar.

Skólanefnd samþykkir að sumarlokun leikskóla 2012 verði í tveimur tímabilum. Fyrra tímabilið verður frá 25. júní til 20. júlí og seinna tímabilið verður frá 9. júlí til 3. ágúst. Skólanefnd samþykkir að þetta fyrirkomulag verði sett upp til þriggja ára þar sem leikskólum er raðað niður á tímabilin. Þessi niðurstaða skólanefndar tekur mið af umsögnum sem bárust frá starfsmönnum leikskóla og foreldraráðum auk þess sem horft var til niðurstaðna foreldrakönnunar frá vori 2011.

2.Innritun í leikskóla 2012

Málsnúmer 2012010078Vakta málsnúmer

Undir þessum lið mætti Sesselja Sigurðardóttir leikskólaráðgjafi á fundinn og gerði grein fyrir stöðu mála. Í máli hennar kom fram að nú bíða 9 börn fædd á árunum 2006-2009 eftir leikskólaplássi. Einnig kom fram að gert er ráð fyrir því að öll börn sem fædd eru á árinu 2010, sem um það sækja, fái pláss í leikskóla á árinu. Vegna þess hve stór árgangur 2010 er eða 315 börn, er nánast útilokað að börn sem fædd eru í janúar-mars 2011, komist inn í leikskóla á árinu.

Skólanefnd þakkar Sesselju fyrir upplýsingarnar.

3.Reglur um innritun í leikskóla

Málsnúmer 2012010079Vakta málsnúmer

Fyrir fundinn var lögð tillaga að breytingu á reglum um innritun í leikskóla Akureyrarbæjar. Með breytingunni er verið að skýra betur innritunarferlið og skerpa á því að þegar að innritun kemur, ganga þeir fyrir sem eru skráðir með lögheimili í sveitafélaginu.

Skólanefnd samþykkir tillöguna.

4.Akureyrarkaupstaður 150 ára árið 2012

Málsnúmer 2009090008Vakta málsnúmer

Á fundinn mættu undir þessum lið Jórunn Jóhannesdóttir og Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir sem fulltrúar leik- og grunnskóla og kynntu fyrir nefndinni fyrirhuguð verkefni sem verða unnin í skólunum á árinu í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrarbæjar.

Skólanefnd þakkar Jórunni og Ragnheiði Lilju fyrir upplýsingarnar.

5.Fagmenntun starfsmanna í leikskólum Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2012010081Vakta málsnúmer

Tölvupóstur dags. 15. desember 2011 frá Ingibjörgu Kristleifsdóttur formanni Félags stjórnenda leikskóla. Þar kemur fram að sameiginlegur fundur stjórna og skólamálanefndar Félags leikskólakennara og Félags stjórnenda leikskóla haldinn 8. desember 2011, skori á rekstraraðila og skólayfirvöld leikskóla Akureyrarbæjar að endurskoða ákvörðun sína um að fagmenntað starfsfólk í leikskólum Akureyrar sé að hámarki 90%.

Skólanefnd bendir á þá staðreynd að ákvörðun um þetta hámarkshlutfall er endurskoðað á hverju ári og er litið á þessa ákvörðun sem neyðarráð í því ástandi sem ríkir í samfélaginu í dag. Skólanefnd þakkar ábendinguna og hefur fullan skilning á þeim sjónarmiðum sem fram koma í erindinu.

6.Morgunverður í leikskólum Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2012010080Vakta málsnúmer

Meirihluti skólanefndar lagði fram þá tillögu á fundinum, að fresta fyrirhuguðum breytingum á morgunverði í leikskólum Akureyrarbæjar sem samþykktar voru í fjárhagsáætlun 2012. Þá var einnig lagt til að leitað yrði samráðs við foreldraráð, stjórnendur og starfsmenn leikskóla um það hvaða breytingar verði gerðar og hvernig þeim verði best hrint í framkvæmd.

Skólanefnd samþykkir að vísa málinu til bæjarráðs.

Anna Sjöfn Jónasdóttir óskar að eftirfarandi sé bókað:

"Mótmæli vinnubrögðum bæjarfulltrúa L-listans með frestun gildistöku fyrirhugaðrar breytingar á morgunverði í leikskólum Akureyrarbæjar, þar sem gengið var þvert á ákvörðun skólanefndar og án samráðs við nefndina."

7.Skólaval 2012

Málsnúmer 2012010077Vakta málsnúmer

Fyrir fundinn voru lagðar fram til kynningar upplýsingar um skólaval 2012 í grunnskólunum.

Fundi slitið - kl. 16:01.