Málsnúmer 2011090069Vakta málsnúmer
Fyrir fundinn var lögð tillaga að fjárhagsáætlun fræðslu- og uppeldismála fyrir fjárhagsárið 2012. Í fjárhagsáætluninni er gert ráð fyrir því að rekstarkostnaðurinn verði kr. 4.528.166.000 sem er í samræmi við nýja tillögu að ramma. Gert er ráð fyrir því í áætluninni að eftirtaldir liðir verði bættir í ramma: kr. 10.400.000 vegna kostnaðar við stuðning barna í leikskólum, kr. 8.500.000 vegna hækkunar á niðurgreiðslum vegna m.a. systkinafsláttar og einstæðra, kr. 24.000.000 vegna hækkunar kostnaðar vegna dagforeldra, kr. 7.500.000 vegna fjölgunar um 1,2 stöðugildi aðstoðarleikskólastjóra skv. kjarasamningi, kr. 15.000.000 leiðrétting vegna einkareknu leikskólanna Hólmasólar og Hlíðarbóls, kr. 5.000.000 leiðrétting vegna húsaleigu leikskólanna Sunnubóls, Krógabóls og Tröllaborga, kr. 4.140.000 vegna aukins kostnaðar vegna tölvuþjónustu samanber miðlægan samning, kr. 900.000 vegna húsaleigu kennaraíbúðar í Grímsey og kr. 3.400.000 leiðréttingu vegna vanáætlaðs kostnaðar við rekstur Tónlistarskólans í Hofi.
Gjaldskrá leikskóla er leiðrétt þannig að dvalartími í leikskóla verði kr. 2.840 á mánuði sem þýðir að 8 klst. á dag kosta á mánuði kr. 22.723 og fullt fæði verði kr. 6.840 á mánuði. Með þessari breytingu verður hlutur foreldra af heildartekjum sem hlutfall af brúttó kostnaði leikskólanna 22,5% í stað 21,2% áður. Breyting á gjaldskrá fæðis tekur mið af því að í leikskólum á fæðissala að standa undir hráefnisverði. Skv. þessu er gjaldskrá vegna fæðis í leikskólunum leiðrétt um u.þ.b. 5%. Gjaldskrá grunnskóla er leiðrétt þannig að máltíð nemenda verði 350 kr. og máltíð starfsmanna 250 kr. Breyting fæðis í grunnskólunum tekur mið af því að fæðissala standi undir launum, auk hráefniskostnaðar. Gjaldskrá skólavistunar er leiðrétt um 12%. Þá er gjaldskrá Tónlistarskólans leiðrétt um 12% þar sem annar rekstrarkostnaður hækkar mikið en skólagjöld eru hugsuð til að mæta öðrum kostnaði en launum kennara og stjórnenda.
Áfram verður leitað leiða til að hagræða í málaflokknum á árinu 2012.
Meirihluti skólanefndar samþykkir fyrir sitt leyti framkomna tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árið 2012 og vísar henni til bæjarráðs.
Sædís Gunnarsdóttir S-lista og Helgi Vilberg Hermannsson A-lista sátu hjá við afgreiðslu málsins.